Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Erna Bjarnadóttir, verkefnastjóri hjá MS.
Erna Bjarnadóttir, verkefnastjóri hjá MS.
Lesendarýni 8. desember 2020

Norðmenn gæta hagsmuna landbúnaðar gagnvart ESB

Höfundur: Erna Bjarnadóttir,

Á grundvelli 19. gr. EES-samning­sins gera aðildarríkin þ.e. ESB annars vegar og EFTA-ríkin hvert í sínu lagi, hins vegar, samninga um viðskipti með landbúnaðarvörur. Íbúafjöldi Noregs er nú um 5,4 milljónir eða fimmtánfaldur fjöldi Íslendinga.

Líkt og Ísland hafa Norðmenn gert slíka samninga að því best verður séð þrisvar sinnum, árin 2003, 2010 og 2017. Einnig hafa Noregur og ESB tvisvar gert viðskiptasamninga á grundvelli EES-samningsins, viðskiptasamning um markaðsaðgang á grundvelli EES-samningsins sjálfs, án skírskotunar til 19. gr., sem tekur að einhverju leyti til sömu vara.

Það er hins vegar langur vegur frá að tollfrjáls aðgangur ESB fyrir landbúnaðarvörur inn á Noregsmarkað sé neitt í líkingu við það sem Ísland hefur veitt ESB. Þannig er tollfrjáls kvóti ESB fyrir svínakjöt 1.200 tonn inn á Noregsmarkað samanborið við 696 tonn til Íslands. Helmingur kvótans, 600 tonn, er bundinn við kjöt í heilum og hálfum skrokkum. Hér á landi er kvótinn ekki bundinn við einstaka skrokkhluta. Það kallar á skýringar ef rétt er að því hafi verið haldið fram að ekki væri hægt að fá umrædda tollkvóta bundna t.d. við svínasíður þegar samningur Íslands og ESB var gerður. Alifuglakjötskvóti ESB inn til Noregs er 950 tonn en 1.056 til Íslands. Nautakjötskvóti ESB til Noregs er 2.500 tonn, 696 tonn til Íslands. Sá kvóti er einnig bundinn við einstaka tollflokka nautakjöts. Þá nemur tollfrjáls kvóti sem Noregur veitir ESB fyrir osta 8.400 tonnum. Á móti fær Noregur tollfrjálsan markaðsaðgang fyrir 7.200 tonn af osti og 4.400 tonn af mysudufti. Norðmenn hafa að vísu aðeins nýtt um 30% af þessum ostakvóta og kvótinn fyrir mysuduftið er enn ekki kominn til framkvæmda.

Þá hafa löndin átt viðræður um að ESB og Noregur geri samning um gagnkvæma verndun afurðaheita, svipað og Ísland gerði árið 2015, sem leiddi m.a. til sérstakra tollkvóta fyrir slíka osta. Fulltrúar ESB hafa lagt að Norðmönnum að íhuga að taka aftur upp viðræður um þessa viðurkenningu en eins og segir í skýrslu ESB um málið: „Norska sendinefndin útskýrði að hún myndi ráðfæra sig við viðeigandi yfirvöld um möguleikann á að hefja þessar viðræður að nýju.“
Það er því af nógu að taka þegar farið er að skoða hvernig þessi tvö lönd hafa skipað sínum málum gagnvart ESB þegar kemur að samningum um viðskipti með landbúnaðarvörur.

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti
Lesendarýni 5. júlí 2024

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti

Í síðasta eintaki af Bbl. birtist grein um það hvernig öldusveigjan umhverfis Ve...

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra
Lesendarýni 2. júlí 2024

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra

Velferð dýra er ófrávíkjanleg krafa siðmenntaðs samfélags, hvort sem um ræðir gæ...

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn
Lesendarýni 24. júní 2024

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn

Fyrir röskum þremur árum ritaði greinarhöfundur þrjár greinar um landbúnað og sa...

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda
Lesendarýni 21. júní 2024

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda

Ágætu bændur. Í Bændablaðinu þann 16. maí sl. reifaði ég í bréfi til ykkar áhygg...

Af heimanautum og sæðinganautum
Lesendarýni 21. júní 2024

Af heimanautum og sæðinganautum

Mikil notkun heimanauta hefur um langa hríð verið eitt helsta umræðuefni og þræt...

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna
Lesendarýni 21. júní 2024

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna

Strandveiðitímabilið hófst í byrjun maí. Mikil veiði hefur verið enda mikið af f...

Kynding með viðarperlum úr íslensku lerki
Lesendarýni 20. júní 2024

Kynding með viðarperlum úr íslensku lerki

Tandrabretti ehf. hefur undanfarin ár unnið að uppbyggingu á viðarperluframleiðs...

Og svo kom vorið
Lesendarýni 18. júní 2024

Og svo kom vorið

Nú í byrjun júnímánaðar fengu landsmenn yfir sig sannkallað vetrarveður sem varð...