Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Jóhanna Sjöfn Guðmundsdóttir og Hörður Guðmundsson, Grímsstaðaketi, á bás SSFM/BFB á Landbúnaðarsýningunni 2022.
Jóhanna Sjöfn Guðmundsdóttir og Hörður Guðmundsson, Grímsstaðaketi, á bás SSFM/BFB á Landbúnaðarsýningunni 2022.
Mynd / SSFM/BFB
Lesendarýni 30. nóvember 2023

Smáframleiðendur skipta máli

Höfundur: Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla og Beint frá býli

Meginmarkmið Samtaka smáframleiðenda matvæla (SSFM) er að vinna að hagsmunamálum smáframleiðenda matvæla á öllum sviðum, vera málsvari þeirra og stuðla að framförum í málefnum sem þá varða.

Tilgangur Samtaka smáframleiðenda matvæla er að stuðla að öflugra samstarfi og auknum samtakamætti smáframleiðenda matvæla um land allt.

Beint frá býli er aðildarfélag SSFM sem hvetur til heimavinnslu og sölu beint frá bændum og vinnur að hagsmunamálum þeirra bænda sem stunda eða hyggjast stunda hvers konar framleiðslu og sölu á heimaunnum afurðum. Félagið hvetur til varðveislu hefðbundinna framleiðsluaðferða og til kynningar á svæðisbundnum hráefnum og hefðum í matargerð.

Smáframleiðendur matvæla eru matarfrumkvöðlar og sem slíkir lykill að kraftmikilli nýsköpun hér á landi, fjölbreyttara úrvali matvæla, aukinni sjálfbærni og minna kolefnisspori. Þeir nýta að stærstum hluta innlend hráefni, gjarnan svokölluð vannýtt hráefni og stuðla þannig að fullnýtingu og auknu virði afurða. Þeir fjölga atvinnutækifærum og stuðla að byggðafestu um land allt. Þeir mynda jafnan sterkari tengingu milli neytenda og framleiðenda og auka samtalið. Því má halda því fram að það sé samfélagslega ábyrgt að kaupa vörur af smáframleiðendum.

Styðjum smáframleiðendur

Eftirspurn þarf að vera til staðar svo matarfrumkvöðlar nái árangri. Þar spilar hinn almenni neytandi, innkaupastjórar verslana, mötuneyta og hins opinbera og ekki síst matreiðslumenn, lykilhlutverk. Jólin nálgast og eru vörur smáframleiðenda fullkomnar í jólapakkana og á jólaborðið, en þær má nálgast á matarmörkuðum, í matvöru- og ferðamannaverslunum og beint frá framleiðendum.

Reynsla okkar sem vinnum með smáframleiðendum er að eftirspurnin er oft og tíðum meiri en framboðið, því vörurnar eru einstakar, oft svokallað matarhandverk og framleiðslugetan takmörkuð. Til að geta framleitt meira þarf að skala starfsemina upp sem gjörbreytir eðli rekstrarins sem ekki allir eru tilbúnir í. Sumir ákveða að vera áfram litlir, aðrir selja stærri fyrirtækjum hugmyndina og/eða reksturinn og svo tekur hluti þeirra stóra skrefið og skalar upp.

Hverjir eru þessir smáframleiðendur?

Í SSFM/BFB eru í dag 207 fyrirtæki. Þrír fjórðu eru á landsbyggðinni og fjórðungur á höfuðborgarsvæðinu. Rúmur helmingur er á lögbýlum og fimmtungur í bæjarfélögum utan höfuðborgarsvæðisins.

Á hverju ári eru í kringum 10% félagsmanna afskráð, enda SSFM/ BFB félög frumkvöðla og nýjar hugmyndir ganga ekki alltaf upp, sumir eru orðir of stórir eða hafa verið keyptir af stærri fyrirtækjum. Félagsmönnum fjölgar þó ár frá ári, því fleiri skrá sig í samtökin en sem nemur þeim sem hætta.

Helmingur fyrirtækjanna er rekinn af báðum kynjum, þriðjungur eingöngu af konu(m) og 15% eingöngu af karli/körlum. Aldursbilið er breitt og má segja að því eldra sem fólk er því líklegra er það til að hefja slíka starfsemi. Rúmur þriðjungur er yfir sextugt og eru 8% 70 ára og eldri. Innan við 4% eru undir þrítugu og 65% á aldrinum 30-59 ára.

2 milljarðar og 62% aukning milli ára

Heildarvelta félagsmanna sem hafa hafið starfsemi er rúmir tveir milljarðar, en þess ber að geta að um 10% eru í undirbúningsferli á hverjum tíma. Meðalveltan 2022 var um 11 milljónir og aukning í veltu milli ára hvorki meira né minna en 62%! 65% félagsmanna eru með veltu undir 10 milljónum, 15% á bilinu 10-20 milljónir og 20% yfir 20 milljónum.

Yfirleitt aukastarf

Alls 65% félagsmanna eru í fullu starfi með framleiðslunni, enda stórt skref að segja upp sínu fasta starfi og freista þess að lifa af framleiðslunni og stór hluti eru bændur á lögbýlum sem vinna úr eigin afurðum.

Fjórðungur er í framleiðslunni að aðalstarfi. 10% félagsmanna eru á eftirlaunum eða örorkubótum. Tæp 70% félagsmanna eru með eitt eða innan við eitt stöðugildi í framleiðslunni og tæp 30% eru með 2-4 stöðugildi.

Þegar stöðugildin verða fleiri eru fyrirtækin jafnan orðin of stór fyrir samtökin.

Mikil fjölgun á sl. áratug

Tæpur helmingur félagsmanna hóf starfsemi á árunum 2020-2023 og 27% á árunum 2015-2019 sem þýðir að þrír fjórðu félagsmanna hóf starfsemi á sl. áratug. Rúm 20% hóf starfsemi á árunum 2005-2014 og innan við 5% fyrir 2005. Það segir okkur að áhugi og hvati til að fara út í eigin matvælaframleiðslu hefur aukist verulega. Breytingar á regluverki, aukin þjónusta eins og vörusmiðjur og tilraunaeldhús og stuðningur af ýmsu tagi eiga sinn þátt í því.

Beint frá býli var stofnað árið 2008 og þá þótti sumum fráleitt að á lögbýlum væru framleidd matvæli í heimavinnslum og er oft vitnað í eftirlitsmanninn sem sagði: „Þetta mun ég aldrei leyfa!“ En barátta frumkvöðla upp úr aldamótum lagði grunninn að því sem við byggjum á í dag, þó margir þeirra hafi gefist upp eða hætt af öðrum ástæðum.

Regluverkið enn hindrun

Ef dregið yrði úr óþarfa kröfum, kostnaði og hindrunum sem enn eru til staðar í regluverkinu hér á landi – sem smáframleiðendur undir sama regluverki innan ESB/EES búa ekki við – yrði enn fýsilegra að fara út í nýsköpun á sviði matvæla; bæði hefja starfsemi og útvíkka núverandi starfsemi. Það er þyngra en tárum taki að óþarfa vinna, tafir og kostnaður drepi niður ástríðu og framkvæmdagleði og það án þess að stuðla að auknu matvælaöryggi.

Ekki síst er mikilvægt að draga úr ósamræmi í eftirliti sem verður efni næstu greinar.

Ósonlagið er klárt, hvað næst?
Lesendarýni 23. apríl 2024

Ósonlagið er klárt, hvað næst?

Dóttir mín kom heim um daginn og hafði verulegar áhyggjur. Jörðin væri víst að e...

Hvaða máli skiptir forseti Íslands fyrir bændur?
Lesendarýni 17. apríl 2024

Hvaða máli skiptir forseti Íslands fyrir bændur?

Hvaða máli skiptir embætti forseta Íslands fyrir bændur? Þessa spurningu fékk ég...

Beinin í garðinum
Lesendarýni 10. apríl 2024

Beinin í garðinum

Kirkjugarðar, sérstaklega gamlir kirkjugarðar, eru áhugaverðir staðir. Við leggj...

Merk starfsemi við Bodenvatn
Lesendarýni 5. apríl 2024

Merk starfsemi við Bodenvatn

Í vestanverðu Bodenvatni á landamærum Sviss, Þýskalands og Austurríkis er eyja m...

Við og sauðkindin
Lesendarýni 28. mars 2024

Við og sauðkindin

Sauðkindin hefur verið hluti af menningu okkar og gaf okkur margt af því sem þur...

„Stórborgarelítan hefur hunsað bændur of lengi“
Lesendarýni 27. mars 2024

„Stórborgarelítan hefur hunsað bændur of lengi“

Þannig mæltist Camillu Cavendish, dálkahöfundi Financial Times (FT), þann 24. fe...

Landbúnaðarandúð
Lesendarýni 26. mars 2024

Landbúnaðarandúð

Fjölþátta ógnir steðja að íslenskri matvælaframleiðslu sem þó koma flestar úr sö...

Bændur, norskir víkingar og sjálfbær landnýting
Lesendarýni 25. mars 2024

Bændur, norskir víkingar og sjálfbær landnýting

Eins langt aftur og Íslandssagan nær hefur landnýting og búskapur verið órofa he...