Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Stórhríð í sálinni
Lesendarýni 2. desember 2020

Stórhríð í sálinni

Höfundur: Kristín Linda Jónsdóttir

Flestum er í fersku minni ofsaveðrið sem geysaði í fyrravetur með margskonar erfiðleikum og afleiðingum. Bændur á Norðurlandi urðu fyrir því að missa búfé, lentu í einangrun í sambandsleysi, rafmagnsleysi, algjörri ófærð og veðurofsa, línur, girðingar og fleiri mannvirki urðu fyrir skaða. Nú er stórhríðarspá og þá er mannlegt og næstum sjálfvirkt að á huga þeirra sem lentu í hremmingum í fyrra leiti ótti og óhugur.

Spurningar eins og, er ég búin að undirbúa allt nóg og vel? Svarið er næstum alltaf að eitthvað hefði verið hægt að gera enn meira til að tryggja öryggi og líðan fjölskyldunnar, bústofn, byggingar og önnur mannvirki á bænum. Það er jú alltaf hægt að gera betur og öll verkin klárast aldrei. Efasemdir sækja að. Verður í lagi með þakið á skemmunni? Hrossin?

Sálfræðileg þekking segir okkur að þegar fólk upplifir sambærileg sálræn bendi, aðstæður, ástand, viðburði, og áður sköpuðu erfiðleika og áföll sækir kvíði, óhugur og ótti sjálfkrafa. Verst líður þeim sem áður hafa upplifað óviðráðanlega ógn, eins og náttúrhamfarir til dæmis. Lent í að verða algjörlega uppgefnir og örmagna baráttunni við að bjarga því sem bjargað verður og jafnvel ekki tekist. Þannig er mannlegt og eðlilegt. Því hljóta margir að eiga erfitt með svefn, finna fyrir kvíða, þyngslum, óróleika, pirringi, og ótta nú þegar stórhríðarveður er í vændum.

Þá er mikilvægt sérstaklega fyrir fólk sem fjarri öðrum, á sveitabæjum en ekki í þéttbýlum götum bæja, þorpa og borga, að tala saman. Takið símann úr vasanum og hringið í nágrannana, minnið hvort annað á, finnið samkenndina og samhuginn, núna. Verið í bandi næstum dagana, þéttu bandi við einhverja sem þið veljið, vonum að símasambandið haldi. Setjið alltaf í forgang að tryggja ykkar öryggi og fólksins ykkar, ekki fara út í tvísýnu. Ef tími er til komið þá fyrir línu til að ganga eftir ef þið verið á ferð úti í snarvitlausu veðri. Undirbúið eins og kostur er númer eitt, ykkar öryggi og fólksins ykkar og hikið ekki við að sleppa ferðum sem gætu verið áhættusamar. Það er líka í mannlegu eðli að vilja bjarga þegar ógnarástand ríkir, vera sá sem ekki bregst, sá sem stígur fram. Þess vegna sækir óróleiki að þegar stórhríð geysar og fólki hættir til að ana út til að gá að einhverju, jafnvel þó ekki sjái út úr augum. Ákveðið fyrir fram að fara ekki í húsin í snarvitlausu veðri, bara ekki. Verum skynsöm og varkár og ætlum okkur af fyrir okkur sjálf og okkar fólk hvort sem er í Covid eða stórrhríð.

Að ræða kjarna málsins og leita lausna
Lesendarýni 26. júlí 2024

Að ræða kjarna málsins og leita lausna

Enn er látið að því liggja að það sé einhver réttarfarsóvissa um að óheimilt sé ...

Kartaflan
Lesendarýni 16. júlí 2024

Kartaflan

Hvað vitum við um kartöfluna? Þessa nytjajurt sem heitir á fræðimáli Solanum tub...

Hraunflóðavarnir og þekking
Lesendarýni 16. júlí 2024

Hraunflóðavarnir og þekking

Nú eru í gangi umfangsmiklir jarðeldar á Reykjanesskaga, hafa þegar verið í gang...

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti
Lesendarýni 5. júlí 2024

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti

Í síðasta eintaki af Bbl. birtist grein um það hvernig öldusveigjan umhverfis Ve...

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra
Lesendarýni 2. júlí 2024

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra

Velferð dýra er ófrávíkjanleg krafa siðmenntaðs samfélags, hvort sem um ræðir gæ...

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn
Lesendarýni 24. júní 2024

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn

Fyrir röskum þremur árum ritaði greinarhöfundur þrjár greinar um landbúnað og sa...

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda
Lesendarýni 21. júní 2024

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda

Ágætu bændur. Í Bændablaðinu þann 16. maí sl. reifaði ég í bréfi til ykkar áhygg...

Af heimanautum og sæðinganautum
Lesendarýni 21. júní 2024

Af heimanautum og sæðinganautum

Mikil notkun heimanauta hefur um langa hríð verið eitt helsta umræðuefni og þræt...