Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Viðameiri og meira íþyngjandi reglur í boði stjórnvalda
Lesendarýni 23. febrúar 2023

Viðameiri og meira íþyngjandi reglur í boði stjórnvalda

Höfundur: Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands

Mikið hefur verið rætt um innan okkar raða um áhrif aðildar Íslands að EES-samningnum.

Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands

Einhverjir eru á því að milliríkjaviðskipti á grunni samningsins séu af hinu góða og styrki stoðir undir hagsæld þjóðarbúsins enda Ísland mjög háð aðföngum til matvælaframleiðslu, hvort sem það eru fóður, tæki eða olía. Síðan eru aðrir sem efast um að smáríkið Ísland eigi að vera hluti af stærra markaðssvæði, þar sem sérkennin hreinlega glatast vegna þess að við framleiðum ekki nóg.

Það er mín einarða skoðun að þjóðarbúið og samfélagið hafi notið góðs af frelsi í viðskiptum með vörur og þjónustu og frjálsa för fjármagnsflutninga og launafólks. Aftur á móti er það jafnframt mín einarða skoðun að stjórnvöld gæti að viðmiðum og starfsskilyrðum hér á landi við innleiðingu tilskipana frá ESB.

Hér á landi höfum við nefnilega búið við það verklag að tilskipanir Evrópusambandsins eru alltof oft innleiddar þannig að ekki sé gætt að áhrifum þeirra á íslenskt atvinnulíf. Við innleiðingu eru tilskipanirnar þýddar á íslenska tungu, fara þaðan til yfirlestrar hjá viðkomandi eftirlitsstofnunum sem fer með málaflokkinn og setja sína gullhúðun á regluverkið og þaðan inn í ráðuneytið og úr verður myndarlegt stjórnarfrumvarp inn á löggjafarsamkunduna.

Í ársskýrslu Samtaka atvinnulífsins 2015-2016 segir meðal annars:

„Því miður hafa stjórnvöld í mjög mörgum tilvikum ákveðið að gullhúða regluverk ESB og hafa reglur hér viðameiri og meira íþyngjandi en þörf er á. Það er yfirleitt gert án þess að nokkur rökstuðningur fylgi og nauðsynlegt að breyting verði á því.“

Áhrif gullhúðunar

Síðan er íslenskum framleiðendum búvara gert að fara að leikreglum sem samþykktar eru á Alþingi, eða viðkomandi ráðherra á grunni reglugerða. Á sama tíma stíga stjórnmálamenn upp í pontu Alþingis og krefjast einhliða niðurfellingu tolla á innfluttar matvörur. Þeir sem telja að það sé besti kosturinn fyrir hagsæld landsins virðast ekki átta sig á hvernig milliríkjaviðskipti eiga sér stað.

Það er því mikilvægt að vinda sér í það verkefni að einfalda regluverkið sem snýr að landbúnaði, þar er af nægu að taka. Má hér t.a.m. nefna að óheimilt er að dreifa kjötmjöli (lífrænn áburður) á tún í allt að níu mánuði yfir árið þegar annars staðar er einungis óheimilt að dreifa kjötmjöli á tún innan tuttugu daga ramma. Einnig er vert að nefna að aðbúnaðarreglur hér eru með þeim hætti að bændur þurfa að hafa húsakost með allt að 20-30% meira rými til framleiðslu afurða hér á landi miðað við samkeppnislönd. Hvernig má það vera?

Þvælt með merkingar

Íslenskum matvælaframleiðendum er síðan gert að keppa á ímynduðum samkeppnisgrundvelli við innflutning án nokkurrar skoðunar á afurðum sem koma inn til landsins. Hvernig má það vera að neytendur geti ekki fengið upplýsingar um uppruna vöru þegar það er réttur þeirra? „Íslenskt selst alltaf fyrst“ er frasi sem bændur fá oft og iðulega að heyra. Eftir sem áður er að því látið liggja að vara sé íslensk þegar hún svo er það ekki. Neytandinn á að hafa skýrt val og öll virðiskeðjan á að sjá sóma sinn í að aðstoða neytendur við það val án villandi markaðssetningar.

Um loftslagsmál

Í lok janúar síðastliðnum birtist á heimasíðu ráðuneyta loftslags og matvæla eftirfarandi fréttatilkynning:

„Matvælaráðuneytið og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hafa falið Landgræðslunni að endurmeta losun gróðurhúsalofttegunda frá ræktarlandi í losunarbókhaldi Íslands.Við útreikninga á hluta landbúnaðar í losunarbókhaldi Íslands er stuðst við rannsókn um losun og bindingu ræktarlands frá 1975. Ræktarland, einkum tún í framræstu mýrlendi, er stór hluti heildarlosunar frá landbúnaði. Talsverður breytileiki er í losun ólíkra landflokka og landsvæða og benda nýlegar rannsóknir til að þörf sé á að endurmeta stuðla um losun og bindingu frá ólíkum svæðum. Landgræðslan mun leiða vinnu við öflun nýrra gagna m.a. með sýnatökum og mælingum á fjölda svæða víðs vegar um landið í því skyni að bæta losunarbókhald Íslands og þá stuðla sem það byggir á.“

Það er fagnaðarefni að ráðuneytin fari í þessa vegferð þar sem mismunandi skilgreiningar eru á hvað eru hinar eiginlegu losanir frá ræktunarlandi í raunheimum. Einnig er athyglisvert í fréttinni að nýjustu rannsóknir eru frá 1975, og það hefur ýmislegt breyst á þessum árum. Mikilvægt er fyrir bændur að vita um raunstöðu þessara mála og ekki síður að tekið verði saman í þessari vinnu umfang lengdar skurða í raun en eins og viðmiðunartölur sem liggja fyrir virðast skurðir vera oftaldir í kílómetrum talið umtalsvert fleiri en í raun og veru.

Kartaflan
Lesendarýni 16. júlí 2024

Kartaflan

Hvað vitum við um kartöfluna? Þessa nytjajurt sem heitir á fræðimáli Solanum tub...

Hraunflóðavarnir og þekking
Lesendarýni 16. júlí 2024

Hraunflóðavarnir og þekking

Nú eru í gangi umfangsmiklir jarðeldar á Reykjanesskaga, hafa þegar verið í gang...

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti
Lesendarýni 5. júlí 2024

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti

Í síðasta eintaki af Bbl. birtist grein um það hvernig öldusveigjan umhverfis Ve...

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra
Lesendarýni 2. júlí 2024

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra

Velferð dýra er ófrávíkjanleg krafa siðmenntaðs samfélags, hvort sem um ræðir gæ...

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn
Lesendarýni 24. júní 2024

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn

Fyrir röskum þremur árum ritaði greinarhöfundur þrjár greinar um landbúnað og sa...

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda
Lesendarýni 21. júní 2024

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda

Ágætu bændur. Í Bændablaðinu þann 16. maí sl. reifaði ég í bréfi til ykkar áhygg...

Af heimanautum og sæðinganautum
Lesendarýni 21. júní 2024

Af heimanautum og sæðinganautum

Mikil notkun heimanauta hefur um langa hríð verið eitt helsta umræðuefni og þræt...

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna
Lesendarýni 21. júní 2024

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna

Strandveiðitímabilið hófst í byrjun maí. Mikil veiði hefur verið enda mikið af f...