Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Sóknarsamningur í sauðfjárrækt
Skoðun 1. júní 2016

Sóknarsamningur í sauðfjárrækt

Í fréttatilkynningu frá frá Landssamtökum sauðfjárbænda í tengslum við búvörulöginn sem nú eru til umræðu á Alþingi segir að bændur leggja áherslu á aukið virði, sérstöðu, uppruna og umhverfi, en óttast ekki offramleiðslu.

Nýliðun, jafnrétti, aukin verðmætasköpun og grænar áherslur einkenna nýjan og framsækinn samning um starfsskilyrði íslenskrar sauðfjárræktar. Í honum felast umfangsmiklar breytingar sem færa greinina fram á veg í sátt við samfélag og náttúru, tryggja byggðafestu og afkomu bænda. Þetta er megininntak meðfylgjandi umsagnar Landssamtaka sauðfjárbænda um breytingar á búvörulögum til Atvinnuveganefndar Alþingis.

Nýliðun
Greiðslumark í sauðfjárrækt hamlar nýliðun í greininni, en ungir bændur þurfa nú að fjárfesta í landi, húsum, vélum, bústofni og réttinum til að njóta stuðnings. Þótt framleiðsla á lambakjöti hafi verið gefin frjáls fyrir rúmum tveimur áratugum eru leifar gamla kvótakerfisins enn hindrun.

Greiðslumarkskerfið verður aflagt á samningstímanum og komið í veg fyrir að rétturinn til opinbers stuðnings geti gengið kaupum og sölum. Langur samningstími og ýmis sérákvæði auðvelda þá aðlögun.
Bændur vilja almennar leikreglur og sérstökum fjármunum er varið til nýliðunar í rammasamningi og til annars almenns stuðning, s.s. við jarðrækt, fjárfestingar, lífræna ræktun o.fl. sem styrkir stöðu nýliða.

Jafnrétti
Í nýju samningunum er í fyrsta skipti sérstakt jafnréttisákvæði sem tryggir að hjón og sambýlisfólk geta skipt á milli sín opinberum stuðningi. Þetta er afrakstur samvinnu Landssamtaka sauðfjárbænda og RIKK - Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands.

Grænar áherslur
Gæðastýring í sauðfjárrækt verður styrkt í sessi en Matvælastofnun sér um framkvæmdina með aðstoð Landgræðslunnar. Þetta er eitt öflugasta sjálfbærniverkefni hér á landi og nú eru um 94% lambakjötsframleiðslunnar undir hatti hennar. Markmiðið er m.a. að tryggja markaðnum vörur sem framleiddar eru á ábyrgan og siðlegan hátt með áherslu á dýravelferð og ábyrga landnýtingu.

Bændur eru vörslumenn landsins og gera sér skýra grein fyrir því að sjálfbær landnýting felur í sér að hver kynslóð skili landi af sér í jafn góðu eða betra ástandi en hún tók við því. Um 300 milljónir króna fara í nýjum samningi í að koma á sívirku rannsóknar-, mats- og vöktunarkerfi á landi sem mun hjálpa til við skynsamlega beitarstjórnun og stuðla að sjálfbærni til framtíðar.

Samningurinn styður við viðleitni bænda til að banna erfðabreytt fóður, kortleggja kolefnisfótspor, áframhaldandi uppgræðslu, nýræktun beitarskóga, bæta ábyrga landnýtingu o.fl. grænar áherslur.

Aukið virði sauðfjárafurða
Sóknarfæri íslenskrar sauðfjárræktar liggja í auknu verðmæti en ekki því að framleiða meira. Ekki eru líkur á aukinni framleiðslu með nýjum samningi, bæði vegna þróunar undanfarinna áratuga og eðlis stuðningsgreiðslna. Að auki eru sérstakir varnaglar í samningnum ef fjölgun fjár verður meiri en búist er við.

Íslenskt lambakjöt er með því allra ódýrasta í heiminum í sínum gæðaflokki. Í því liggja mikil tækifæri til aukinna verðmæta. Samningurinn leggur drög að því að grípa þau ónýttu tækifæri sem felast í fjölgun ferðamanna, aukinni neytenda- og umhverfisvitund og áherslu á gæði og hollustu afurða.

Einstakir framleiðsluhættir, menningartenging og hreinleiki opna fjölmargar dyr inn á kröfuhörðustu markaði heims fyrir lambakjötið, þjóðarrétt Íslendinga. Samningurinn styður við viðleitni bænda, sláturleyfishafa og stjórnvalda til að sameina krafta sína í arðsömum útflutningi.

Samningurinn styður við frumkvæði dugmikilla íslenskra sauðfjárbænda sem vilja auka verðmæti þeirra afurða sem þeir framleiða á umhverfisvænum fjölskyldubúum. Sókn á erlenda markaði er til að styrkja sauðfjárræktina í sessi og bæta afkomu hennar.  Sauðfjárbændur munu hér eftir sem hingað til hafa í forgangi að sinna innlenda markaðnum vel, enda kaupa íslenskir neytendur tvo þriðju framleiðslunnar.

Kvenfélög styrkja hinar dreifðu byggðir
Skoðun 12. desember 2024

Kvenfélög styrkja hinar dreifðu byggðir

Kvenfélag Akrahrepps var stofnað 20. desember 1919 af bjartsýnum stórhuga konum.

Kindurnar mínar kolefnisjafna sig sjálfar og ríflega það
Skoðun 9. desember 2024

Kindurnar mínar kolefnisjafna sig sjálfar og ríflega það

Ég fletti Bændablaðinu eins og venjulega. Þar er síðustu misserin mikið skrifað ...

Matur handa öllum
Skoðun 12. nóvember 2024

Matur handa öllum

Nýlega hafa Eyjólfur Ingvi, formaður sauðfjárdeildar BÍ og Margrét Ágústa, framk...

Hin hliðin á peningnum
Skoðun 15. ágúst 2024

Hin hliðin á peningnum

Við þekkjum öll þann einfalda veruleika að það eru tvær hliðar á hverjum peningi...

Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...

Óvissutímar
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrð...