Escargot og hvítur kavíar
Nokkrar tegundir landsnigla þykja vel frambærilegur matur víða um heim og jafnvel sælgæti en í öðrum heimshlutum eru þeir tabú sem engum dettur í hug að leggja sér til munns. Sniglaeldi til matar kallast helicicultur og á fínni matseðlum kallast þeir escargot upp á frönsku og sniglaegg hvítur kavíar.