Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Brúðhjónin sæl og ánægð með sig á kornakrinum í Gunnarsholti þar sem þau hafa ræktað korn frá árinu 2004.
Brúðhjónin sæl og ánægð með sig á kornakrinum í Gunnarsholti þar sem þau hafa ræktað korn frá árinu 2004.
Mynd / Vilhjálmur Gunnarsson og Dagmar Jóhannsdóttir
Líf&Starf 26. október 2017

Brúðarvöndurinn endurspeglaði búskapinn og áhugamálin

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir
Á vormánuðum gerðist sá skemmti­legi atburður í ferð íslenskra bænda til Noregs að í fyrsta sinn í sögu Bændaferða (Hey Iceland) var borið upp bónorð í ferð með ferðaskrifstofunni í Lysefjorden-bjór­brugg­húsinu í Bergen.  Brynjólfur Þór Jóhannsson fór niður á skeljarn­ar fyrir sína heitt­elskuðu, Piu Ritu Simone Schmauder,  við mikinn fögnuð við­staddra, en þau eru kúabændur á bæn­um Kolholtshelli í Flóahreppi.
 
Þann 11. september síðastliðinn rann stóri dagurinn upp fyrir Piu og Brynjólf þegar þau giftu sig í faðmi fjölskyldunnar á kornakri í Gunnarsholti með Heklu í baksýn, og það sem meira var, þenn­an dag fagnaði Pia einnig 50 ára afmæli sínu.
 
„Við ákváðum að gifta okkur í sumar og ég var búin að bjóða mínu fólki frá Þýskalandi í afmælið mitt sem bar upp á sama dag en því miður komst enginn þaðan. Sumir fengu ekki frí, aðrir vildu frekar koma að sumri til Íslands og einn hópurinn sem ætlaði að koma missti flugmiða sína hjá Berlin Air sem varð gjaldþrota á þessum tíma,“ útskýrir Pia og segir jafnframt:
 
„Eftir að Brynjólfur hafði dvalið á sjúkrahúsi um stund vildum við fagna þessum tímamótum í litlum hóp og því voru þetta eingöngu börnin okkar, systkini Brynjólfs og þeirra fjölskyldur ásamt vottum. Við giftum okkur í sól og blíðu síðla dags þann 11. september á kornakrinum okkar í Gunnarsholti með Heklu í baksýn. Guðbjörg Árnadóttir var prestur og var dagurinn mjög vel heppnaður í alla staði. Brúðarvöndurinn endurspeglaði búskapinn hjá okkur og áhugamálin. 
 
Vöndurinn var úr byggstráum og í miðjunni var lítil Deutz-dráttarvél sem er áhugamálið hans Brynjólfs. Síðan voru hestar og kúahár eins og ullarband fyrir allar dýrategundirnar á bænum og ég náði einnig að festa prjónana mína í vöndinn. Það var skemmtilegt að geta náð þessu öllu saman í vöndinn og við erum himinsæl með daginn.“ 

6 myndir:

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....