Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Guðrún Hulda Pálsdóttir nýr ritstjóri Bændablaðsins
Mynd / Bbl
Fréttir 22. apríl 2022

Guðrún Hulda Pálsdóttir nýr ritstjóri Bændablaðsins

Höfundur: smh

Guðrún Hulda Pálsdóttir hefur verið ráðin nýr ritstjóri Bændablaðsins og tekur við af Herði Kristjánssyni þann 1. júní næstkomandi. Hún er fyrsti kvenritstjóri blaðsins frá stofnun þess árið 1995.

Guðrún Hulda hefur starfað á Bændablaðinu síðastliðin sjö ár sem blaðamaður, auglýsingastjóri og umsjónarmaður Hlöðunnar.

Sterk staða Bændablaðsins

„Staða Bændablaðsins er sterk því lesendur vita að þeir geta gengið að innihaldsríkri umfjöllun, óvæntri þekkingu og mikilvægum upplýsingum, auk þess sem blaðið er vettvangur fyrir áhugaverð skoðanaskipti. Ég mun halda áfram þeirri vegferð sem Hörður hefur, með þvílíkri natni og eljusemi, leitt undanfarin ár. Við erum lítill en samhentur hópur sem stöndum að blaðinu og munum áfram miðla upplýsandi fregnum af landbúnaði og fjölbreyttum málefnum honum tengdum á skýran og heiðarlegan hátt,“ segir Guðrún Hulda.

Áður ritstjóri Eiðfaxa

Guðrún Hulda hefur 15 ára reynslu í fjölmiðlum. Áður en hún kom til starfa á Bændablaðinu starfaði hún hjá tímaritinu Eiðfaxa sem ritstjóri og blaðamaður og þar áður hjá Morgunblaðinu. Guðrún Hulda er með BA gráðu í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands og nam Umhverfis- og auðlindafræði á meistarastigi í sama skóla.

Eitt víðlesnasta blaðið

Bændablaðið er eitt víðlesnasta blað landsins. Það er gefið út hálfsmánaðarlega í 32.000 eintökum, auk þess sem vefurinn bbl.is er rekinn undir því.

Blaðinu er dreift inn á öll lögbýli en einnig er hægt að nálgast blaðið á ýmsum bensínstöðvum og í verslunum.

Skylt efni: Bændablaðið

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....