Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Morgenbris Sweater
Hannyrðahornið 10. maí 2023

Morgenbris Sweater

Höfundur: Stelpurnar í Handverkskúnst.

Prjónuð peysa úr Drops Air. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með laskalínu og gatamynstri á ermum.

DROPS Design: Mynstur ai-438 Stærðir: S (M) L (XL) XXL (XXXL) Yfirvídd: 102 (108) 116 (128) 178 (150) cm

Garn: DROPS AIR (fæst hjá Handverkskúnst)
300 (300) 350 (400) 400 (450) g litur á mynd 01, natur

Prjónar: Hringprjónar nr 5, 40 cm og 80 cm. Hringprjónn nr 4, 80 cm.

Prjónfesta: 17 lykkjur á breidd og 22 umferðir á hæð með sléttprjóni = 10 x 10 cm.

Laskalína: Aukið út um 1 lykkju hvoru megin við 2 lykkjur í sléttprjóni (prjónamerkið situr á milli þessa 2 lykkja) í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma (8 lykkjur fleiri).

Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni á framstykki og á bakstykki og inn í mynstur á ermum.

Peysa - stutt útskýring á stykki: Berustykkið er prjónað í hring á hringprjóna frá miðju að aftan, ofan frá og niður og aukið er út fyrir laskalínu. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykkið er prjónað í hring á hringprjóna. Ermar eru prjónaðar í hring á stuttan hringprjón.

Berustykki: Fitjið upp 100 (104) 108 (112) 116 (120) lykkjur á hringprjón nr 4 með DROPS Air. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) yfir allar lykkjur í 3 cm, í síðustu umferð í stroffi er fækkað um 2 lykkjur jafnt yfir = 98 (102) 106 (110) 114 (118) lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón nr 5 og setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð, stykkið er nú mælt héðan. Nú eru sett 4 prjónamerki í stykkið eins og útskýrt er að neðan (þetta er gert án þess að prjóna umferðina). Prjónamerkin eru notuð þegar auka á út fyrir laskalínu og hvert prjónamerki er sett á milli 2 lykkja.

Teljið 15 (16) 17 (18) 19 (20) lykkjur (hálft bakstykki), setjið 1 prjónamerki, teljið 19 lykkjur (ermi), setjið 1 prjónamerki, teljið 30 (32) 34 (36) 38 (40) lykkjur (framstykki), setjið 1 prjónamerki, teljið 19 lykkjur (ermi), setið 1 prjónamerki, það eru 15 (16) 17 (18) 19 (20) lykkjur á prjóni á eftir síðasta prjónamerki (hálft bakstykki).

Prjónið síðan sléttprjón yfir lykkjur á framstykki og á bakstykki og 1 lykkju slétt, A.1, A.2, A.3, 1 lykkja slétt yfir lykkjur á hvorri ermi, jafnframt í fyrstu umferð byrjar útaukning fyrir LASKALÍNA í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma – sjá útskýringu að ofan. Í hvert skipti sem A.1 og A.3 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, prjónið 2 mynstureiningar fleiri af A.2 á breiddina. Haldið áfram með útaukningu fyrir laskalínu í annarri hverri umferð þar til aukið hefur verið út alls 22 (23) 25 (28) 31 (33) sinnum = 274 (286) 306 (334) 362 (382) lykkjur. eftir síðustu útaukningu fyrir laskalínu er prjónað áfram án útaukningar þar til stykkið mælist 23 (24) 25 (28) 31 (33) cm frá prjónamerki.

Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið fyrstu 38 (40) 43 (47) 51 (54) lykkjur (hálft bakstykki), setjið næstu 61 (63) 67 (73) 79 (83) lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 10 (12) 12 (14) 16 (20) nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið næstu 76 (80) 86 (94) 102 (108) lykkjur (framstykki), setjið næstu 61 (63) 67 (73) 79 (83) lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 10 (12) 12 (14) 16 (20) lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi) og prjónið þær 38 (40) 43 (47) 51 (54) lykkjur sem eftir eru (hálft bakstykki). Héðan er nú stykkið mælt.

Fram-og bakstykki: = 172 (184) 196 (216) 236 (256) lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni þar til stykkið mælist 16 (17) 18 (17) 16 (16) cm frá skiptingu. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 40 (40) 48 (52) 52 (56) lykkjur jafnt yfir = 212 (224) 244 (268) 288 (312) lykkjur.

Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið). Haldið svona áfram með stroff í 8 cm. Fellið af aðeins laust. Peysan mælist ca 52 (54) 56 (58) 60 (62) cm frá öxl.

Ermi: Setjið 61 (63) 67 (73) 79 (83) lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á stuttan hringprjón 5 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja og eina af 10 (12) 12 (14) 16 (20) lykkjum sem fitjaðar voru upp í hlið undir ermi = 71 (79) 87 (95) 103 lykkjur. Haldið áfram með A.2 eins og áður, þær lykkjur sem ekki ganga jafnt upp í A.2, eru prjónaðar í sléttprjóni. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 31 (31) 30 (27) 25 (23) cm frá skiptingu. Fellið af með sléttum lykkjum.

Gleðileg rauð slaufa
Hannyrðahornið 23. desember 2024

Gleðileg rauð slaufa

Prjónuð slaufa úr DROPS Cotton Merino, sem hægt er að nýta sem pakkaskraut, hárs...

Sveitahúfa (Húfa á húsin)
Hannyrðahornið 16. desember 2024

Sveitahúfa (Húfa á húsin)

Hugmyndir að uppskriftum og mynstrum koma víða að. Þessi húfa varð að stofni til...

Jólapottaleppar
Hannyrðahornið 3. desember 2024

Jólapottaleppar

Jólin nálgast óðfluga og alltaf gaman að taka upp jólahlutina og gefa heimilinu ...

Peysan Björk
Hannyrðahornið 20. nóvember 2024

Peysan Björk

Stærðir: XS S M L XL XXL. Yfirvídd: 88 94 100 111 120 128.

Lily Leaper Socks
Hannyrðahornið 6. nóvember 2024

Lily Leaper Socks

Prjónaðir stuttir sokkar í stroffprjóni úr DROPS Fiesta. Fiesta er nýtt nylonsty...

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...