Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Vel fór á með þeim Rick Stein og Arnheiði Hjörleifsdóttur þegar sjónvarps­kokkurinn kunni heimsótti Bjarteyjarsand.
Vel fór á með þeim Rick Stein og Arnheiði Hjörleifsdóttur þegar sjónvarps­kokkurinn kunni heimsótti Bjarteyjarsand.
Mynd / úr einkasafni
Líf&Starf 7. mars 2016

Heimsótti Bjarteyjarsand og smakkaði þorramat

Höfundur: smh
Rick Stein, einn kunnasti sjónvarpskokkur Breta, var hér á landi í byrjun mánaðarins og heimsótti áhugaverða veitingastaði í Reykjavík; meðal annars Gló, Mat og drykk og Dill – auk þess að heilsa upp á bændurna á Bjarteyjarsandi á Hvalfjarðarströnd. Stein var hér við upptökur fyrir nýja sjónvarpsþáttaröð, en einn liður í henni er einmitt íslensk matarmenning.
 
Arnheiður Hjörleifsdóttir, ferðaþjónustu- og sauðfjárbóndi með meiru, á Bjarteyjarsandi, segir að BBC hafi fyrst haft samband við þau í kringum mánaðamótin október - nóvember. „Við höfum áður tekið þátt í svipuðum verkefnum og það hefur yfirleitt bara verið mjög skemmtilegt – svo við slógum til,“ segir Arnheiður. Í framhaldinu og til að undirbúa tökur og fleira, komu hingað tvær konur frá BBC í lok árs og áttu fund með okkur. Þá voru línurnar lagðar og svo vorum við í nánum tölvupóstsamskiptum þar til að tökudegi kom núna í febrúar.“
 
Hafði áhuga á að heimsækja íslenskt sauðfjárbú
 
„Rick Stein hafði mikinn áhuga á því að heimsækja íslenskt sauðfjárbú og kynna sér starfsemina en einnig að fá að upplifa tvennt í tengslum við matreiðslu og íslenskar matarhefðir hér hjá okkur.
Annars vegar vildu þau að við myndum hægelda fyrir þau íslenskt lambalæri sem hafði legið í okkar frægu bláberjamarineringu í nokkra daga fyrir eldun. Hins vegar langaði hann að taka þátt í fjölskylduþorrablóti.
 
Þetta var því dagskráin þegar hann heimsótti okkur á Bjarteyjarsandi, hann fór líka í fjárhúsin, reykkofann og í fjöruna.“ 
 
Að sögn Arnheiðar gengu tökurnar vel og var þetta ánægjulegur dagur. Það eina sem setti strik í reikninginn var veðrið sem ekki var upp á sitt besta. 
 
Stein, sem einnig er vinsæll og afkastamikill höfundur matreiðslubóka, hefur staðið að sjónvarpsþáttagerð allt frá 1985 og fylla sjónvarpsþáttaraðirnar hans rúmlega þrjá tugi. 
 
Áætlað er að BBC Two taki þáttaröðina með Íslandsheimsókninni til sýningar í vor – Arnheiður telur líklegt að það verði í apríl-maí. 

5 myndir:

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....