Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hvert erum við að fara?
Af vettvangi Bændasamtakana 2. júní 2023

Hvert erum við að fara?

Höfundur: Hlynur Gauti Sigurðsson

Þessi pistill er þýddur og stílfærður af heimasíðu sænsks skógariðnaðar (skogsindustrierna.se), skrifaður í júní 2021 af Marianne Eriksson, skógarbónda í Jämtlandi í Svíþjóð, hérað sem deilir breiddargráðum með Íslandi. Lokaorð greinarinnar „Dela med dig!“ hvöttu mig til að koma pistlinum á framfæri í málgagni bænda.

Liggjandi í sófanum, horfandi á Vikuna með Gísla Marteini, veltir maður fyrir sér nútíð og framtíð.

Á ógnarhraða þjótum við í gegnum umheiminn í átt að áfangastaðnum fram undan. Við áhorfið á imbakassann tekur Marianne viðtal við sjálfa sig. Hvert erum við að fara?

1950:

Í bernsku var skógur, staðurinn þar sem pabbi og bræður hans unnu. Skógurinn var matarkista heimilisins og um leið baðherbergi fólksins.

1960:

Aukin velferð og hagvaxtarbjartsýni var í samfélaginu. Bókin „Raddir vorsins þagna“ eftir Rachel Carson var gefin út. Sem unglingur trúði ég því að umhverfishörmungar myndu brátt leiða jörðina til glötunar. Ég vil aldrei eignast barn inn í þennan eitraða heim.

1970:

Sem ungum skógfræðinema var mér sagt að birkihríslur yxu of hægt.

Allt snerist um að rækta hraðvaxta timbur, plægja og úða.

Trjáfaðmarar mótmæltu við litla athygli skógræktenda.

1980:

Illgresiseyðisbanntekur gildi. Eftirleguskóga, skóga sem búið var að grisja og nýta timbrið úr, átti að jafna við jörðu. Súrnun jarðvegs og skógardauði voru í brennidepli. Ræktunar-áætlanir og tegundaval tóku nú mið af landkostum. „Náttúruvernd“ var laumað inn með skógrækt. Ákall umhverfissinna og Evrópumarkaðar um að hætta notkun klórs við pappírsframleiðslu var mætt og afgreitt í snatri.

1990:

Hræðslan við skógardauða virtist óþörf og ekki var hörgull á viðarframboði heldur. Þess í stað kom „Rauði listinn“ sem innihélt áróður um tegundir í útrýmingarhættu. Ný skógræktarstefna í nafni frelsis tók sér bólfestu þar sem timburframleiðsla var ekki lengur í fyrsta sæti heldur var til jafns við umhverfismál.

Skógargeirinn tók námskeið eftir námskeið í fræðum um náttúruvernd. Gott samstarf þróaðist meðal umhverfishreyfinga og skógargeirans.

2000:

Vottun og náttúrusjónarmið voru orðin viðtekin venja í skógargeiranum.

Í nafni líffræðilegs fjölbreytileika urðu eftirleguskógar, þeir sem búið var að grisja og nytja, að lykilvistkerfum. Skógareigendur þráðu áheyrn stjórnvalda til að ræða umhirðu og skógarnytjar. Loftslagsmál urðu sífellt mikilvægari málaflokkur og nú var ekkert sem sýndist. Góður viðarvöxtur í skógi gat nefnilega einnig þýtt góður umhverfis- og loftslagsávinningur.

2010:

Skógrækt sem hluti af loftslags- lausninni efldist. Engin trjátegund á „Rauða listanum“ hefur fundist útdauð á síðustu tveimur áratugum. Blaðamaður Dagens Nyheder, skrifaði langan pistil sem blés lífi í skógarumræðuna. Umhverfissamtök umbreyttust í aðgerðasamtök þar sem þau fylgdust með öllu mögulegu og kærðu. Hið vaxandi samstarf tíunda áratugarins fór þverrandi.

2020:

Umhverfissamtök bretta upp ermarnar, mikill vill meira. Pistlar blaðanna eru orðnir drungalegri og örvæntingarfyllri. Líflaus skógur, íkveikjuhætta, ört hlýnandi veröld og skógariðnaðurinn er sem opið skotmark í nafni loftslagsmála.
Er skógrækt orðin fallin spýta?

Já, hvert erum við að fara? Vísindin og venjur hafa þróast yfir árin, sem og markmiðin/ áfangastaðurinn. Þrátt fyrir svartsýni unglingsáranna er ég nú bjartsýn. Ef við getum lent á Mars verðum við líka að geta skapað sjálfbæra framtíð án jarðefnaeldsneytis. Skógurinn gegnir lykilhlutverki ef við ætlum að ná þeim áfangastað. Skógurinn einn og sér kemur okkur samt ekki alla leið. Nú er kominn tími kjörinna stjórnmálamanna að leggja línurnar. Það vantar enn yfirsýnina og skýr markmið. Réttlátt og skynsamlegt jafnvægi. Það þarf að forgangsraða um hvernig skal nýta skógana.

Bentu á áfangastaðinn og lát heyra – „við erum að fara þangað“.

Deilið greininni!

Frá þýðanda

Merkilegt að lesa að raddir þarlendra náttúruverndarsinna ganga út á að halda sem fastast í skógarlandslagið en um leið koma í veg fyrir hefðbundnar timburnytjar, sem er mjög sérstakt því einmitt meðhöndlun skóga gerir þá betur í stakk búna til loftslagsbindingar en þeir sem fá að vaxa villtir.

Alltaf má læra, jafnvel hvort að öðru og í lok síðustu aldar virðist það hafa viðgengist ágætlega þar ytra. Svo gerðist eitthvað, einhver óútskýrð heift, ef ég skildi þetta rétt. Á meðan íslenskir trjáfaðmarar leita nærveru trjáa í tilgangi jarðtengingar, eru sænskir trjáfaðmarar að taka afstöðu gegn skógarhöggi á skógi sem þó var ræktaður til nytja. Af hverju er ég að þýða sænskan pistil um yfirlit sænskrar skógræktarsögu?

Það er til að varpa ljósi á að nágrannar okkar, frændur og frænkur í Skandinavíu, hafa um árabil séð kosti skóga sem alvöru búbót við hefðbundinn landbúnað og síðar loftslagmál. Það vill svo skemmtilega til að landbúnaður og loftslagsmál eru einnig brýnustu mál Bændasamtaka Íslands Stjórnvöld geta valið úr kostum morgun dagsins, en hvernig verður skrifað um þau í annálum framtíðar?

Skylt efni: Skógrækt

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....