Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Bleikir fiskar úr eldi eða ám
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 6. mars 2020

Bleikir fiskar úr eldi eða ám

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Margir elska bændableikju eða bara lax úr næstu matvörubúð. Það er hægur leikur að elda fljótlega og góða rétti úr slíku hráefni. 
 
 
Bleikja með lauk, steinselju og piparrót
  • 8 litlir vorlaukar eða litlir blaðlaukar
  • 3 bleikjuflök 
  • salt og sykur og sítrónubörkur 
  • 200 ml rjómi
Skerið laukinn niður og leggið til hliðar. Sjóðið blaðlaukinn í 6-10 mínútur í saltvatni. Kælið og geymið.
 
Notið ögn af rjóma til að hita blaðlaukinn upp í, áður en maturinn er borinn fram. 
  • 2 knippi steinselja
  • 200 ml góð ólífuolía 
  • Setjið nokkur lauf af steinselju í ísbað og notið sem skraut.
Gott er að strá salti, sykri og sítrónuberki yfir fiskinn og láta liggja á fisknum í 20 mínútur. Síðan skolað af saltið og þerrað. Svo má létt steikja eða sjóða eftir smekk.
 
Bleikja elduð að 50 gráðum í kjarna á pönnu því hún er ekki eins góð ofelduð.
 
Sett á disk ásamt rjóma, soðnum blaðlauk og ögn af olíu sem er búið að vinna steinselju saman við í blandara eða mortéli.
 
Gott er að rífa ferska piparrót yfir með fínu rifjárni.
 
 
Lax, fennel, agúrka og spínat
  • Hrökkbrauð/laufabrauð
  • 180 g próteinríkt hveiti
  • 80 g af vatni
  • 1 knippi salt
  • 2 msk. ólífuolía
  • 30 g þari af eigin vali, til dæmis söl eða beltisþari
  • 10 g fennelfræ
  • Olía til steikingar
Dagur 1: Hrærið saman mjöli, vatni, salti og ólífuolíu í deig. Setjið deigið í plastpokann og látið kólna yfir nótt.
 
Dagur 2: Fletjið út með  pastavél eða fínt með höndum (erfitt). Toppið með þara og söxuðum fennelfræjum. Bakað undir fargi – með smjörpappír í ofni á 170 gráðum í um fimm mínútur. Takið fargið og haldið áfram að baka í um fjórar mínútur til viðbótar. Takið þá úr ofninum. 
 
Ein og hálf matskeið fennelfræ
  • 1 dl majónes
  • hálf sítróna safi
  • salt
Ristið fennelfræ  og bætið í majónesið. Látið liggja þar að lágmarki í tíu mínútur. Smakkið til með sítrónu og salti.
 
Hrátt fennel
  • 4 stk. fennel
Skerið fennel þunnt með rifjárni og geymið í köldu vatni.
 
Fennelsafi og gúrka
  • Hálft fennel
  • 0,5 dl olía 
  • 1 tsk. salt
  • 0,5 gúrka
Kryddið gúrku sem búið er að skera í bita.
 
Skraut
  • 10 g dilllauf
  • 10 g lauf af fennel
Penslið hrökkbrauðið með fennel-majó, steikið laxinn þar til hann er eldaður og setjið ofan á hrökkbrauðið.
 
Skreytið með fennel, spínati og dilli.
Einfalt og gott um jólin
Matarkrókurinn 20. desember 2024

Einfalt og gott um jólin

Allir vilja hafa hlutina eftir sínu höfði um jólin og hefðirnar í flestum fjölsk...

Graflax hjólarans
Matarkrókurinn 11. desember 2024

Graflax hjólarans

Alveg eins og það var einu sinni leiðinlegt að fá sokka í jólapakkann en svo gam...

Hefðir og hangikjöt
Matarkrókurinn 27. nóvember 2024

Hefðir og hangikjöt

Ég vil aðeins hita upp fyrir jólin, sem eru rétt handan við hornið, og hvetja ti...

Grunnsósur fyrir sósuþjóð
Matarkrókurinn 30. október 2024

Grunnsósur fyrir sósuþjóð

Mér er nokk sama hvort tölfræðin er opinberlega skráð, allir kokkar landsins vit...

Vandamál eplabónda í Kópavogi
Matarkrókurinn 16. október 2024

Vandamál eplabónda í Kópavogi

Ég segi ekki að Bændasamtökin séu á bakinu á mér með að skrá mig í félagið en tæ...

Kjötsúpa
Matarkrókurinn 2. október 2024

Kjötsúpa

Íslenska kjötsúpan er í grunninn alltaf eins en samt ekki. Allir og allar fjölsk...

Subbu-Jobbi
Matarkrókurinn 18. september 2024

Subbu-Jobbi

Nú þegar skólarnir eru að byrja veitir ekki af því að æfa sig í frægustu samloku...

Piparosta-grísapasta
Matarkrókurinn 21. ágúst 2024

Piparosta-grísapasta

Eftir gular viðvaranir og alla þessa rigningu hættir sér ekki nokkur út að grill...