Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
...grafarró þeirra dauðu var allillilega raskað og má heyra kveinstafi þeirra og harmavæl....
...grafarró þeirra dauðu var allillilega raskað og má heyra kveinstafi þeirra og harmavæl....
Líf&Starf 1. febrúar 2022

Svipir sviðsins

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Tilhugsunin um reimleika hefur gjarnan loðað við gömul leikhús enda vart hægt að finna meira viðeigandi stað þar sem alls kyns verur vakna til lífsins. Hér koma nokkur þeirra leikhúsa sem eru þekkt fyrir draugagang og væri gaman að heimsækja og sannreyna gildi þeirra sagna.

Dramatík Henry Jewett

Boston University Leikhúsið í Boston, Massachusetts, Bandaríkjunum opnaði árið 1923. Þar segja sögur að megi finna afturgöngu Henry Jewett nokkurs, ástrals leikara sem stjórnaði hóp kollega sinna og sá fyrir sér hina ýmsu leiksigra á sviðinu. Ekki fór betur en svo að leikhúsinu var, um 1930, breytt í kvikmyndahús enda höfðu kvikmyndir vinninginn hjá almenningi á þeim tíma. Henry Jewett hengdi sig í mótmælaskyni, enda dramatískur að hætti margra þeirra sem eru á sviði – hengdi sig reyndar undir sviðinu og hefur hrekkt gesti hússins síðan. Honum barst liðsauki ekki löngu seinna, en þá fyrirfór búningastúlkan sér og svífur, síðan þá, um í setustofunni.

Grafreitur harmkvælanna

Óperuhúsið Huguan Huiguan í Beijing, Kína hefur staðið plikt sína síðan árið 1807 og má nærri geta að þar kenni ýmissa óútskýrðra hluta. Til dæmis segir sagan að í seinni heimstyrjöldinni hafi einhver fullur hjartagæsku tekið þá ákvörðun að byggja húsnæði ætlað þeim efnaminni í grenndinni – og í þeim hamagangi jafnað gamlan grafreit við jörðu sem stóð við óperuhúsið. Það varð auðvitað til þess að grafarró þeirra dauðu var allillilega raskað og má heyra kveinstafi þeirra og harmavæl ef gengið er út á lóðina – nú ef fólk tekur sig til og kastar þar steinvölum heyrist draugaleg rödd æpa að því skuli hætta.

New York - Olive Thomas

New Amsterdam Leikhús New York borgar opnaði dyr sínar árið 1903 en saga þeirrar ólánsömu stúlku er hrellir gesti þar mætti líkja við hinu leikrænustu tragedíu sem hægt væri að setja á svið. Stúlkan, Olive Thomas að nafni kom til Manhattan sextán ára gömul, varð meðlimur hinna vinsælu Ziegfeld Follies auk þess að hljóta titilinn Fegursta stúlka New York. Frægðin bar hana þó ofurliði með þeim afleiðingum að hún tók líf sitt árið 1920, þá 25 ára gömul. Olive Thomas sem endaði lífdaga sína með því að gleypa kvikasilfurstöflur í miklu magni. Ekki löngu eftir dauða hennar mátti sjá henni bregða fyrir með pilluglasið sitt í hendinni og herjar hún helst á unga menn. Starfsmenn leikhússins hafa þó að venju, enn þann dag í dag, að bjóða mynd af henni er hangir baksviðs góðan daginn – og svo góða nótt er húsinu er lokað.

Gráklæddi maðurinn

Elsta leikhús Lundúnaborgar, Theatre Royal Drury Lane (í daglegu kallað Drury Lane eftir götunni í Covent Garden) hefur verið starfrækt síðan árið 1663 þó byggingin eins og hana má sjá í dag er síðan árið 1812. Þar sem þetta er, eins og áður sagði, elsta leikhús Lundúna er eðlilegt að þar megi finna allrahanda yfirnáttúrleg fyrirbæri. Frægast þeirra er vera sem kölluð er „Gráklæddi maðurinn“ en hann ber gjarnan þríhyrndan hatt þó klæðnaður hans að öðru leyti fylgi tísku 18.aldar. Gráklæddi maðurinn situr vanalega á efri svölum og ef eftir honum er tekið, þykir hann merki um velgengni sýningar. 

Skylt efni: Leikhús | Draugagangur

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði
Líf&Starf 16. mars 2022

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði

Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði frumsýndi leikritið „Ekki um ykkur” eftir Gun...