Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
123 sauðfjárbú í landinu með yfir 600 fjár
Mynd / Jón Eiríksson
Fréttir 8. september 2017

123 sauðfjárbú í landinu með yfir 600 fjár

Höfundur: TB

Af 2.422 sauðfjáreigendum í landinu síðastliðið haust voru 123 með 600 kindur eða fleiri eða 5,1% búanna. Flest þeirra voru á Norðurlandi vestra eða 41 og næst flest á Vesturlandi 27. Samtals voru 286 bú með 400-599 kindur eða 11,8%. Flest þeirra voru einnig á Norðurlandi vestra eða 73. Þar á eftir komu Austurland með 53 bú, Vesturland með 49, Norðurland eystra með 47 og Suðurland með 44. Samtals voru 493 bú með 200-399 kindur eða 20,4% en langflestir sauðfjáreigendur eru með 199 eða færri kindur eða 1.520 sem eru tæplega 63% af heildinni. Þetta kemur fram í samantekt Byggðastofnunar um dreifingu sauðfjár á Íslandi sem birt er á vef stofnunarinnar.  

Fjöldi ásettra kinda voru 471.728 árið 2016 en voru 470.678 haustið 2015. Fjölgunin er ríflega þúsund kindur eða 0,2%.

Samtals fjölgaði kindum um 1.050 á milli ára eða 0,22%. Um óverulegar breytingar var því að ræða á heildarfjölda sauðfjár. Utan suðvesturhornsins, þar sem fé er tiltölulega fátt, fjölgaði mest á Vesturlandi um 2,2% og á Norðurlandi vestra um 1,7%. Hlutfallslega mesta fækkunin varð á Vestfjörðum um 2,1% og á Suðurlandi um 1,7%. Eftir sveitarfélögum var mest fjölgun í Dalabyggð, Húnaþingi vestra og Húnavatnshreppi, um 1000-1200 kindur í hverju sveitarfélagi. Langmesta fækkunin varð í Árneshreppi þar sem kindum fækkaði um ríflega 900 eða ríflega þriðjung. Næst mesta fækkunin varð í Mýrdalshreppi um tæplega 600 kindur eða 11,5%, segir í skýrslu Byggðastofnunar.

Dreifing sauðfjár á Íslandi - pdf

Fiskeldisskóli slær í gegn
Fréttir 26. ágúst 2024

Fiskeldisskóli slær í gegn

Fiskeldisskóli unga fólksins hefur víða verið vel sóttur í sumar.

Mesti vöxturinn í mjólkurframleiðslu
Fréttir 23. ágúst 2024

Mesti vöxturinn í mjólkurframleiðslu

Búist er við að neysla á landbúnaðarvörum á heimsvísu aukist um 13 prósent á næs...

Anton Kári sveitarstjóri er nýr formaður
Fréttir 23. ágúst 2024

Anton Kári sveitarstjóri er nýr formaður

Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, er nýr formaður stjórn...

Bændur í sólarselluverkefni
Fréttir 23. ágúst 2024

Bændur í sólarselluverkefni

Fyrirtækið Alor sérhæfir sig í orkulausnum, meðal annars innleiðingu á framleiðs...

Upplýsingavefur um líforkuver fyrir dýraleifar
Fréttir 22. ágúst 2024

Upplýsingavefur um líforkuver fyrir dýraleifar

Vefurinn Líforka.is var formlega opnaður fyrir skemmstu, sem er upplýsingavefur ...

Smalahundar etja kappi
Fréttir 22. ágúst 2024

Smalahundar etja kappi

Smalahundafélag Íslands stendur fyrir landskeppni smalahunda 24. og 25. ágúst næ...

Vindmyllur fá grænt ljós
Fréttir 22. ágúst 2024

Vindmyllur fá grænt ljós

Gefið hefur verið út virkjanaleyfi fyrir fyrsta íslenska vindorkuverið, Búrfells...

Frestun hrossaútflutnings
Fréttir 21. ágúst 2024

Frestun hrossaútflutnings

Reglubundin yfirhalning farmflugvélar er ástæða þess að engin hross hafa verið f...