250 fermetrar byggðir við leikskólann í Þingborg
Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
„Það á að endurbæta gamla húsnæði leikskólans og byggja viðbyggingu, um 250 fermetra. Leikskólinn verður þannig um 650 fermetra þegar framkvæmdum lýkur. Í eldri hluta leikskólans er gert ráð fyrir einni deild fyrir yngstu börnin og starfsmannaaðstöðu. Börn niður í 9 mánaða gömul hafa verið tekin inn í leikskólann í mörg ár. Í nýja hlutanum er svo gert ráð fyrir tveimur deildum fyrir eldri börnin,“ segir Margrét Sigurðardóttir, sveitarstjóri Flóahrepps. Við leikskólann vinna nú 14 starfsmenn og börnin eru 42.