Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
370 milljón króna sekt vegna brots sem stóð í langan tíma
Fréttir 22. september 2014

370 milljón króna sekt vegna brots sem stóð í langan tíma

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkeppniseftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að Mjólkursamsalan hafi beitt smærri keppinauta samkeppnishamlandi mismunun með því að selja þeim hrámjólk á 17% hærra verði en fyrirtæki sem eru tengd MS greiddu.

Samkeppniseftirlitið telur brotið alvarlegt og að hæfileg sekt sé 370 milljónir króna. Brotið er í eðli sínu alvarlegt þar sem það tengist mikilvægum neysluvörum og hefur varað í langan tíma eða að minnsta kosti frá árinu 2008 og til ársloka 2013.

Rannsókn hófst 2013
Í upphafi árs 2013 hóf Samkeppniseftirlitið rannsókn á ætluðum brotum Mjólkursamsölunnar ehf. á banni 11. gr. samkeppnislaga við misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Tildrög rannsóknarinnar voru að Mjólkurbúið Kú ehf. kvartaði yfir því að þurfa að greiða MS 17% hærra verð fyrir óunna mjólk til vinnslu en keppinautar Mjólkurbúsins sem eru tengdir MS þyrftu að greiða.

Mjólkurbúið hefur talið að með þessum mun á hráefnisverði til vinnsluaðila væri MS að misnota markaðsráðandi stöðu sína gagnvart minni keppinautum.

Rannsókn málsins hefur leitt í ljós að MS hefur mismunað Mjólkurbúinu og áður Mjólku með því að selja fyrirtækjunum ógerilseydda hrámjólk á allt að 17% hærra verði en gilti gagnvart tengdum aðilum.

Verðmunurinn veikti Mjólku
Var þessi mismunun í hráefnisverði til þess fallin að veikja Mjólku sem keppinaut MS og tengdra félaga og stuðla að sölu félagsins til KS. Eftir að Mjólka komst í eigu KS fékk félagið hrámjólk á allt öðru og lægra verði en áður frá MS, en þegar félagið var keppinautur MS og KS á mjólkurvörumarkaði.
MS hefur borið því við að breytingarnar á búvörulögum 2004 hafi þau áhrif að umrædd verðmismunun geti ekki falið í sér brot á samkeppnislögum. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins er rökstutt að það hafi ekki verið tilgangur löggjafans að markaðsráðandi afurðastöðvar í mjólkuriðnaði væru undanþegnar banni samkeppnislaga við misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Gilda því sömu reglur um MS að þessu leyti og gilda gagnvart markaðsráðandi fyrirtækjum í öðrum atvinnugreinum. 

Stór hluti af matarinnkaupum
Í úrskurði Samkeppnisráðs segir að mjólkurvörur eru stór hluti af matarinnkaupum heimila í landinu. Einnig var horft til þess að um ítrekað brot er að ræða.

Verðmunurinn var til þess fallinn að veikja Mjólkurbúið Kú, sem er lítil mjólkurafurðastöð í einkaeigu, og stuðla að sölu á fyrirtækinu Mjólku til Kaupfélags Skagfirðinga á árinu 2009.

 

Færri útflutt hross
Fréttir 7. janúar 2025

Færri útflutt hross

Útflutningur íslenskra hrossa árið 2024 verður minni en í fyrra.

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt
Fréttir 7. janúar 2025

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt

Ákveðið hefur verið að flytja meðferðarheimilið Lækjarbakka í Gunnarsholt á Rang...

Smáforrit til að panta sæðingar
Fréttir 6. janúar 2025

Smáforrit til að panta sæðingar

Smáforritið Fang, sem er notað fyrir pantanir á sæðingum og skráningar fyrir frj...

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins
Fréttir 6. janúar 2025

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins

Haukur Bjarnason, bóndi á hrossaræktarbúinu Skáney í Reykholtsdal, er nýr formað...

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti
Fréttir 6. janúar 2025

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti

Gagnkvæm viðurkenning er nú á landfræðilegum afurðaheitum Íslands og Bretlands o...

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...