Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
370 milljón króna sekt vegna brots sem stóð í langan tíma
Fréttir 22. september 2014

370 milljón króna sekt vegna brots sem stóð í langan tíma

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkeppniseftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að Mjólkursamsalan hafi beitt smærri keppinauta samkeppnishamlandi mismunun með því að selja þeim hrámjólk á 17% hærra verði en fyrirtæki sem eru tengd MS greiddu.

Samkeppniseftirlitið telur brotið alvarlegt og að hæfileg sekt sé 370 milljónir króna. Brotið er í eðli sínu alvarlegt þar sem það tengist mikilvægum neysluvörum og hefur varað í langan tíma eða að minnsta kosti frá árinu 2008 og til ársloka 2013.

Rannsókn hófst 2013
Í upphafi árs 2013 hóf Samkeppniseftirlitið rannsókn á ætluðum brotum Mjólkursamsölunnar ehf. á banni 11. gr. samkeppnislaga við misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Tildrög rannsóknarinnar voru að Mjólkurbúið Kú ehf. kvartaði yfir því að þurfa að greiða MS 17% hærra verð fyrir óunna mjólk til vinnslu en keppinautar Mjólkurbúsins sem eru tengdir MS þyrftu að greiða.

Mjólkurbúið hefur talið að með þessum mun á hráefnisverði til vinnsluaðila væri MS að misnota markaðsráðandi stöðu sína gagnvart minni keppinautum.

Rannsókn málsins hefur leitt í ljós að MS hefur mismunað Mjólkurbúinu og áður Mjólku með því að selja fyrirtækjunum ógerilseydda hrámjólk á allt að 17% hærra verði en gilti gagnvart tengdum aðilum.

Verðmunurinn veikti Mjólku
Var þessi mismunun í hráefnisverði til þess fallin að veikja Mjólku sem keppinaut MS og tengdra félaga og stuðla að sölu félagsins til KS. Eftir að Mjólka komst í eigu KS fékk félagið hrámjólk á allt öðru og lægra verði en áður frá MS, en þegar félagið var keppinautur MS og KS á mjólkurvörumarkaði.
MS hefur borið því við að breytingarnar á búvörulögum 2004 hafi þau áhrif að umrædd verðmismunun geti ekki falið í sér brot á samkeppnislögum. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins er rökstutt að það hafi ekki verið tilgangur löggjafans að markaðsráðandi afurðastöðvar í mjólkuriðnaði væru undanþegnar banni samkeppnislaga við misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Gilda því sömu reglur um MS að þessu leyti og gilda gagnvart markaðsráðandi fyrirtækjum í öðrum atvinnugreinum. 

Stór hluti af matarinnkaupum
Í úrskurði Samkeppnisráðs segir að mjólkurvörur eru stór hluti af matarinnkaupum heimila í landinu. Einnig var horft til þess að um ítrekað brot er að ræða.

Verðmunurinn var til þess fallinn að veikja Mjólkurbúið Kú, sem er lítil mjólkurafurðastöð í einkaeigu, og stuðla að sölu á fyrirtækinu Mjólku til Kaupfélags Skagfirðinga á árinu 2009.

 

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...