Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
40% vinnumaura gera ekkert
Fréttir 10. október 2017

40% vinnumaura gera ekkert

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í huga flestra eru maurar táknmynd vinnusemi og atorku en svo virðist sem sumir maurar séu vinnusamari en aðrir. 

Ný rannsókn á atferli vinnumaura sýnir að 40% vinnumaura gera ekkert allan daginn og láta hina um að vinna vinnuna fyrir sig. Hver kannast ekki við þetta úr vinnunni sinni?

Tilgáta vísindamannanna sem skoðuðu atferli lötu mauranna er að atferli þeirra stafi að hluta til af erfðum og að hluta séu þeir varavinnuafl ef harðnar á dalnum og það fækkar í liði hinna 60% vinnusamra vinnumaura. Auk þess sem þeir eru varafæða, þar sem þekkt er að maurar snúa sér að kannibalisma minnki fæðuframboð umfram það sem þeir geta aflað utan maurabúsins.

Letimaurarnir eyða mestum hluta ævi sinnar í að ráfa um maurabúið í tilgangsleysi án þess að taka þátt í uppbyggingu þess og án þess að gefa nokkuð af sér.

Skylt efni: Vinnumaurar | vinna

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...