Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
87% raforku á Íslandi sögð framleidd með kjarnorku, kolum, olíu og gasi
Fréttir 23. ágúst 2018

87% raforku á Íslandi sögð framleidd með kjarnorku, kolum, olíu og gasi

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Frá því í desember 2011 hafa íslensk orkufyrirtæki gefið út og selt upprunaábyrgðir raforku. Það ár voru seldir slíkir papp­írar sem námu um það bil 2 teravattstundum [TWst] vegna raforku­framleiðslu á Íslandi en heildarframleiðslan nam 16,8 TWst. Nú er salan komin í nær 17 terawattstundir, eða um 87% af  rúmlega 19 TWst framleiðslu samkvæmt gögnum Orku­stofnunar.

Samkvæmt gögnum sömu stofnunar var  nánast öll raforku­framleiðsla frá endur­nýjanlegum orkugjöfum árið 2011. Úr jarðvarma 27% og vatnsorku 73% en einungis 0,01% er framleidd með jarðefnaeldsneyti.  Meirihluti raforku í Evrópu átti hins vegar uppruna sinn í jarðefnaeldsneyti og kjarnorku.

Íslensk raforka framleidd með kjarnorku og jarðefnaeldsneyti

Íslenska orkuframleiðslumyndin skekktist verulega 2011 þegar orkufyrirtækin hófu sölu upprunaábyrgða, eða syndaaflausna eins og nær væri að kalla það. Þá fóru allt í einu að birtast á orkureikningum að 89% raforkuframleiðslunnar væru unnin með endurnýjanlegum orkugjöfum, en 6% voru sögð framleidd með jarðefnaeldsneyti og 5% með kjarnorku.

Árið 2012 var öll raforku­framleiðsla á Íslandi, eða 100%, sögð vera framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum. Í gögnum Orkustofnunar var samt sagt að einungis 63% væri endurnýjanleg orka. Kjarnorkuhlutinn í íslensku raforkunni var þá kominn í 16% og jarðefnaeldsneyti í 21%.
Árið 2013 var endurnýjanlega orkan komin niður í 39% en kjarnorkuhlutfallið upp í 24% og jarðefnaeldsneytið í 37%.

Árið 2014 varð aukning í raforkuframleiðslu með vatnsafli og heldur minni sala var á hreinleikavottorðum. Þá var hreina endurnýjanlega orkan 45% og kjarnorkuhlutfallið minnkaði í 23% og jarðefnaeldsneytishlutinn í 32%.

Eftir umfjöllun Bændablaðsins sumarið 2015 lýstu stjórnmála­menn undrun sinni yfir þessu. Sögðust flestir koma af fjöllum og átti að afnema þennan skrípaleik hið snarasta, enda talið vont mál fyrir hreinleikaímynd Íslands. Minnkaði hlutfall kjarnorku í íslensku raforkunni í 12% það ár og jarðefnaeldsneytis í 17%. Endurnýjanlega orkan fór þá upp í 71%.

Á árinu 2016 var haldið áfram að selja hreinu ímynd þjóðarinnar og væntanlega fyrir góðan pening. Í staðinn þurftu Íslendingar „bara“ að taka á sig þann stimpil að vera aðeins að framleiða 21% hreina raforku á meðan 59% raforkunnar var sögð framleidd með kolum, olíu og gasi og 20% með kjarnorku.

Einungis 13% eftir af hreinni raforku árið 2017

Á árinu 2017 gerðu menn svo enn betur í að ata íslensku raforkuna út í kolum, olíu, gasi og kjarnorku með sölu syndaaflausna fyrir óvistvæn orkufyrirtæki úti í Evrópu. Var hlutfall hreinnar endurnýjanlegrar raforku á Íslandi þá komið niður í 13% af heildarframleiðslunni. Þá var raforka framleidd með kolum, olíu og gasi sögð vera 58% af heildinni og 29% var sögð framleidd með kjarnorku. Samanlagt er þetta 87%. Koldíoxíð sem Íslendingar voru sagðir spúa út í andrúmsloftið í fyrra vegna raforkuframleiðslu nam 447,12 g/kWh og geislavirkur  úrgangur 0,87 mg/kWh.

Árið 2017 nam raforkuvinnsla á landinu samtals 19.239 GWh (tæpar 20 Terawattstundir) og jókst um 690 GWh, eða um 3,7% frá fyrra ári. Það þýðir að hér voru framleidd 19.239.000.000 kWh, eða 19,2 milljarðar kílówattstunda. Þar af voru seld hreinleikavottorð sem nemur 16,737 GWh.
Geislavirkur úrgangur 16,7 tonn

Ef við setjum þetta í samhengi við þá mengun sem Íslendingar tóku á sig í fyrra fyrir erlend orkuver og verksmiðjur, þá sitjum við uppi eftir vottorðasöluna á síðasta ári með  8.602.141.680.000 grömm, eða rúmlega 8,6 mill­jónir tonna ígildis af koldíoxíði og 16.737.930.000 milligrömm af geislavirkum úrgangi, eða 16,74 tonn.

Mengun vegna raforkuframleiðslu jafnast á við 16 álver

Til samanburðar segir vísindavefur Háskóla Íslands að álver Alcoa á Reyðarfirði losi 530.000 tonn af koldíoxíði (CO2) á ári, eða álíka og 172.000 bifreiðar sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Álverið skilur hins vegar ekki eftir sig neinn geislavirkan úrgang svo vitað sé og ekki bílarnir heldur. Raforkuframleiðsla Íslendinga er því samkvæmt opinberum gögnum að skilja eftir sig meiri losun gróðurhúsalofttegunda en 16 álver í Reyðarfirði eða 2,8 milljónir bíla. Ofan á það kemur svo geislavirki úrgangurinn.

– Sjá nánar í bændablaðinu.

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...