Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands
Mynd / Vilmundur Hansen
Fréttir 12. ágúst 2014

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands

Höfundur: Vilmundur Hansen

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands 2014 verður haldinn í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi helgina 15.-17. ágúst. Skógræktarfélag Akraness, í samstarfi við Skógræktarfélag Skilmannahrepps, er gestgjafi fundarins.
                     
Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verða flutt fjölbreytt fræðsluerindi og farið í vettvangsferðir um Akranes og Hvalfjarðarsveit,  þar sem gestum gefst tækifæri á að sjá með eigin augum þann árangur sem þar hefur náðst við uppgræðslu og skógrækt. Hápunktur fundarins er hátíðarkvöldverður í Fjölbrautaskólanum á laugardagskvöld þar sem valinkunnir menn verða heiðraðir fyrir framlag sitt til skógræktar og dans stiginn fram á nótt.

Í fræðsluerindum á fundinum verður sjónum meðal annars beint að skógrækt á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit, skaðvöldum í skógi, eplarækt og ræktun jólatrjáa.

Dagskrá aðalfundar, starfsskýrslu Skógræktarfélags Íslands og aðrar gagnlegar upplýsingar má nálgast á vefsvæði Skógræktarfélags Íslands
 

Færri útflutt hross
Fréttir 7. janúar 2025

Færri útflutt hross

Útflutningur íslenskra hrossa árið 2024 verður minni en í fyrra.

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt
Fréttir 7. janúar 2025

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt

Ákveðið hefur verið að flytja meðferðarheimilið Lækjarbakka í Gunnarsholt á Rang...

Smáforrit til að panta sæðingar
Fréttir 6. janúar 2025

Smáforrit til að panta sæðingar

Smáforritið Fang, sem er notað fyrir pantanir á sæðingum og skráningar fyrir frj...

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins
Fréttir 6. janúar 2025

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins

Haukur Bjarnason, bóndi á hrossaræktarbúinu Skáney í Reykholtsdal, er nýr formað...

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti
Fréttir 6. janúar 2025

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti

Gagnkvæm viðurkenning er nú á landfræðilegum afurðaheitum Íslands og Bretlands o...

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...