Aðalfundur Vinafélags Keldna
Aðalfundur Vinafélags Keldna verður haldin í fundarsal Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu í Reykjavík þriðjudaginn 29. maí næstkomandi.
Á fundinum verður sagt frá því sem gert hefur verið og fyrirhugað varðandi uppbyggingu á Keldum og aðstöðu til móttöku ferðamanna.
Sagt verður frá og sýnt merkilegt skrín fyrir helga dóma (helgidómshúsi) í varðveislu Keldna, sem látið var til Þjóðminjasafnsins í Kaupmannahöfn eftir ítrekuð fyrirmæli biskupsins yfir Íslandi árið 1823. Það er lánað hingað nú til sýningar.
Sagt verður frá leit að bústað manna e.t.v. landnámsbæ, sem nú er hulinn sandi á framtúni fyrir sunnan læk á Keldum og frá vinnu við leynigöngin á Keldum. Á Keldum mun hafa verið klaustur um hríð.
Því má ætla að til umræðu komi Valþjófsstaðahurðin, sem e.t.v. var flutt þangað frá Keldum skv. tilgátu Steinunnar Kristjánsdóttur fornleifafræðings. Þessi hurð kann í fyrstu að hafa verið hurð klaustursins á Keldum.
Félagið var stofnað 24. júní 2015 til að styðja við uppbyggingu gömlu húsanna á Keldum og endurreisn staðarins.
Allir eru velkomnir á fundinn