Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Afi veit hvað hann syngur
Mynd / MÞÞ
Fréttir 12. ágúst 2015

Afi veit hvað hann syngur

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Afi minn sagði mér í apríl að heyskapur myndi hefjast um miðjan ágúst.  Það stefnir allt í að sú verði raunin,“ segir Aðalsteinn Sigurðsson bóndi á Vaðbrekku í Efri-Jökuldal.  Heyskapur var ekki hafinn á bænum þegar Bændablaðið sló á þráðinn, en Aðalsteinn var að koma sér í gírinn og hugðist hefjast handa nú um miðjan ágúst. „Þá kviknar nýtt tungl og það lofar góðu.“

Afi Aðalsteins og nafni, Aðalsteinsson var lengi bóndi á Vaðbrekku.  „Ég hef verið alveg rólegur í sumar og treysti því sem afi sagði, enda eru svo sem ekki nema einar 6 vikur frá því ég bar á.  Það var ekki hægt að bera á hér um slóðir fyrr en í kringum mánaðamótin júní og júlí.  Þeir sem muna tímana tvenna segja að ástandið í sumar sé með svipuðum hætti og var árið 1979,“ segir Aðalsteinn.

Kalt hefur verið fyrir austan og nefnir Aðalsteinn að nú bara fyrir rúmri viku hafi verið 2ja stiga frost að næturlagi og gránaði í fjöll.  „En ég hef engar áhyggjur, hann afi veit hvað hann syngur, hann sá þetta fyrir þegar í apríl.“

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...