Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Áformað að stækka mjólkurbúið í Flatey um helming
Fréttir 27. október 2014

Áformað að stækka mjólkurbúið í Flatey um helming

Höfundur: Vilmundur Hansen

Selbakki, dótturfyrirtæki útgerðarfyrirtækisins Skinney-Þinganes, stefnir að því að stækka mjólkurbú sitt að Flatey á Mýrum um helming og yrði búið stærsta kúabú landsins með um 230 mjólkurkýr.

Gunnar Ásgeirsson, stjórnar­formaður Skinney-Þinganess, segir að í dag séu á milli 100 og 115 mjólkurkýr á búinu en það sé í skoðun að stækka búið um helming.

„Á búinu eru tveir mjaltaróbótar og hugmyndin er að þeir verði fjórir og kýrnar milli 200 og 230. Uppbygging af þessu tagi tekur tíma þar sem það er ekki nóg að byggja fjósið því það verður að byggja stofninn upp líka en við stefnum að því að vera búnir að því á næsta eða þarnæsta ári.“

Í dag er Selbakki með greiðslumark fyrir 700 þúsund lítra og er gert ráð fyrir að það tvöfaldist þegar stækkuninni er lokið. Gunnar segir að mjólkinni sé ekið á Egilsstaði og hún unnin þar og að svo verði áfram.

Samkvæmt því sem fram kemur í fundargerð bæjarráðs Hafnar 27. maí síðastliðinn er tekið vel í hugmyndina um stækkun búsins og felur bæjarráð byggingafulltrúa að gefa út viðeigandi leyfi til stækkunar mjólkurbúsins. Útgáfa byggingarleyfis verður gefið út þegar öll gögn varðandi stækkunina liggja fyrir. 

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...