Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Farga hefur þurft svínum í stórum stíl vegna afrísku svínapestarinnar.
Farga hefur þurft svínum í stórum stíl vegna afrísku svínapestarinnar.
Mynd / stravaganzastravaganza.blogspot.com
Fréttir 1. október 2014

Afríska svínapestin komin til fjögurra ESB-ríkja

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Afríska svínapestin heldur áfram að breiðast út og er hún nú komin til fjögurra Evrópusambandsríkja. Nýverið greindu yfirvöld í Eistlandi frá því að sjúkdómsins hefði líka orðið vart þar í landi.

Í Eistlandi hefur pestin greinst  á svæði þar sem 15 lítil svínabú eru í rekstri. Gert var ráð fyrir að öllum svínum í þessum búum yrði slátrað og lýst var yfir að svæði sem næði yfir 8 kílómetra radíus í kringum búin yrðu sett í sóttvarnareinangrun.

Veiran berst ekki í önnur dýr eða fólk en getur borist á milli svæða með sýktum dýrum, sæði og hráu kjöti af sýktum dýrum. Einnig getur vírusinn borist með farartækjum, fatnaði og öðrum búnaði sem hefur komist í snertingu við jarðveg af sýktum svæðum eða sýkt svín. Dánartíðni meðal svína og grísa sem sýkjast er allt að 100%.

Ivar Padar, landbúnaðarráðherra Eistlands, telur líklegt að vírusinn kunni að hafa verið að breiðast út með villtum svínum í skógum landsins í sumar. Pestin hefur verið þekkt í Rússlandi frá 2007 og er nú landlæg í Georgíu, Armeníu, Azerbaídsjan, Úkraínu og Hvíta-Rússlandi. Þá er hún einnig komin til fjögurra Evrópusambandsríkja eins og fyrr greinir, en það eru Pólland, Litháen, Lettland og Eistland.

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...