Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Farga hefur þurft svínum í stórum stíl vegna afrísku svínapestarinnar.
Farga hefur þurft svínum í stórum stíl vegna afrísku svínapestarinnar.
Mynd / stravaganzastravaganza.blogspot.com
Fréttir 1. október 2014

Afríska svínapestin komin til fjögurra ESB-ríkja

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Afríska svínapestin heldur áfram að breiðast út og er hún nú komin til fjögurra Evrópusambandsríkja. Nýverið greindu yfirvöld í Eistlandi frá því að sjúkdómsins hefði líka orðið vart þar í landi.

Í Eistlandi hefur pestin greinst  á svæði þar sem 15 lítil svínabú eru í rekstri. Gert var ráð fyrir að öllum svínum í þessum búum yrði slátrað og lýst var yfir að svæði sem næði yfir 8 kílómetra radíus í kringum búin yrðu sett í sóttvarnareinangrun.

Veiran berst ekki í önnur dýr eða fólk en getur borist á milli svæða með sýktum dýrum, sæði og hráu kjöti af sýktum dýrum. Einnig getur vírusinn borist með farartækjum, fatnaði og öðrum búnaði sem hefur komist í snertingu við jarðveg af sýktum svæðum eða sýkt svín. Dánartíðni meðal svína og grísa sem sýkjast er allt að 100%.

Ivar Padar, landbúnaðarráðherra Eistlands, telur líklegt að vírusinn kunni að hafa verið að breiðast út með villtum svínum í skógum landsins í sumar. Pestin hefur verið þekkt í Rússlandi frá 2007 og er nú landlæg í Georgíu, Armeníu, Azerbaídsjan, Úkraínu og Hvíta-Rússlandi. Þá er hún einnig komin til fjögurra Evrópusambandsríkja eins og fyrr greinir, en það eru Pólland, Litháen, Lettland og Eistland.

Færri útflutt hross
Fréttir 7. janúar 2025

Færri útflutt hross

Útflutningur íslenskra hrossa árið 2024 verður minni en í fyrra.

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt
Fréttir 7. janúar 2025

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt

Ákveðið hefur verið að flytja meðferðarheimilið Lækjarbakka í Gunnarsholt á Rang...

Smáforrit til að panta sæðingar
Fréttir 6. janúar 2025

Smáforrit til að panta sæðingar

Smáforritið Fang, sem er notað fyrir pantanir á sæðingum og skráningar fyrir frj...

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins
Fréttir 6. janúar 2025

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins

Haukur Bjarnason, bóndi á hrossaræktarbúinu Skáney í Reykholtsdal, er nýr formað...

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti
Fréttir 6. janúar 2025

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti

Gagnkvæm viðurkenning er nú á landfræðilegum afurðaheitum Íslands og Bretlands o...

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...