Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Ágreiningur milli MAST og landbúnaðarráðuneytisins
Fréttir 16. apríl 2014

Ágreiningur milli MAST og landbúnaðarráðuneytisins

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Ágreiningur er milli Matvælastofnunar og land-búnaðarráðuneytisins um ábyrgð á varnarlínum vegna búfjársjúkdóma. Þetta kom fram í ræðu Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sem hann hélt við upphaf aðalfundar Landssamtaka sauðfjárbænda. Sigurður Ingi sagði jafnframt að meta þyrfti fyrirkomulag þeirra varnarlína og varnarhólfa sem nú væru í gildi á landinu upp á nýtt.

Sigurður Ingi ræddi afkomu sauðfjárbænda í ræðu sinni. „Afkoma sauðfjárbænda er ekki boðleg fyrir fólk sem vill lifa mannsæmandi lífi á henni. Ég sé fyrir mér sókn í matvælaframleiðslu, framleiðslu lambakjöts. Það þarf að vera samvinnuverkefni bænda og stjórnvalda.“ Sigurður Ingi sagðist telja að stjórnvöld ættu að tryggja aðgang að erlendum mörkuðum með milliríkjasamningum og merkja ætti lambakjöt sem flutt yrði út Íslandi með glöggum hætti. Mikilvægt væri að útflytjendur sameinuðust um eitt slíkt vörumerki í útflutningi.

Ísland þarf að leggja sitt af mörkum

„Fólki í heiminum mun fjölga um milljarð á næstu tólf árum. Ísland mun kannski ekki hafa úrslitaáhrif á matvælaframboð í heiminum en okkur er skylt að leggja okkar af mörkum,“ sagði Sigurður Ingi og benti á að með fjölguninni fylgdi vaxandi eftirspurn sem gæti skapað tækifæri í útflutningi. Hann lagði þó, eins og fram kemur hér að ofan, áherslu á siðferðislega skyldu Íslendinga til að taka þátt í brauðfæða heiminn.

Er ríkisstuðningi rétt fyrir komið?

Sigurður Ingi velti því upp hvort ríkisstuðningi við sauðfjárframleiðslu væri rétt fyrir komið eins og hann er í dag. Hann spurði hvort eðlilegt væri að greiða öllum sauðfjárbændum ríkisstyrki, sama hversu lítil framleiðsla þeirra væri. Þá velti hann því fyrir sér hvort hugsanlega væri eðlilegt að landshlutaskipta stuðningi eða jafnvel binda hann við landnæði. Hann lagði þó áherslu á að þetta væru einungis vangaveltur á þessu stigi málsins, hann væri ekki að boða breytingar á næstunni en ljóst mætti vera að sauðfjárbændur þyrftu að taka þessar spurningar upp í aðdraganda nýs búvörusamnings. Í þessu samhengi benti ráðherrann á að samið hefði verið við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands um að gera úttekt á íslenska landbúnaðarkerfinu. Sú vinna gæti orðið gott veganesti þegar viðræður um nýja búvörusamninga yrðu teknar upp.

Nýta þarf gott landbúnaðarland til matvælaframleiðslu

Sigurður Ingi greindi frá því að unnið væri að nýrri landsskipulagsstefnu í umhverfisráðuneytinu, en sem kunnugt er gegnir Sigurður Ingi einnig embætti umhverfisráðherra. Við þá vinnu ætti að gæta þess að land sem hentaði vel til landbúnaðar yrði ekki tekið undir aðra starfsemi heldur yrði það nýtt til matvælaframleiðslu. Jafnframt þyrfti að tryggja að búrekstur héldist á góðum ríkisjörðum, annaðhvort með sölu eða leigu til ungra bænda. Því miður hefði það verið svo að á undanförnum árum hefði búskap verið hætt á mörgum slíkum jörðum og það væri óásættanleg þróun.

„Ég tel skynsamlegt að auka matvælaframleiðslu og auka útflutning,“ sagði Sigurður Ingi í lok ræðu sinnar. Hann benti enda á stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og fullvissaði fundarmenn um að ríkisstjórnin stæði með íslenskum landbúnaði.

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...