Akurdoðra er til margs nýtileg
Rannsóknir á jurt sem kallast akurdoðra á íslensku en Camelina sativa á latínu eru sagðar lofa góðu fyrir bændur sem keyra vélar sínar á lífdísil.
Akurdoðra er hraðvaxta en þurftarlítil jurt sem dafnar í rýrum jarðvegi og því hagkvæmar að rækta hana en margar aðra jurtir sem má nota til framleiðslu á lífdísil.
Auk þess sem vísindamenn í Englandi hafa gert tilraunir með að til rækta erfðabreyttar akurdoðrur í tilraunaskyni sem innihalda Omega 3 eða lýsi í fræjunum. Talið er að með tímanum sé hægt að nýta lýsið úr fræjunum í fiskeldi í staðinn fyrir lýsi sem unnið er úr sjófangi. Einnig er talið að plöntulýsið geti nýst til framleiðslu á fæðubótarefnum og í baráttunni við hjarta- og æðasjúkdóma.
Tilraunaræktun á akurdoðru hér á landi lofa góðu.