Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Laugabakki.
Laugabakki.
Mynd / HKr.
Fréttir 9. mars 2020

Algert úrræðaleysi við förgun dýrahræja

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
„Úrræðaleysið þegar kemur að förgun dýrahræja í sveitarfélaginu er algert og bændur því tilneyddir að urða hræ heima á bæjunum, sem er ólöglegt,“  segir í bókun sem samþykkt var á aðalfundi Nautgriparæktarfélags Vestur-Húnavatnssýslu sem haldinn var á Laugabakka nýverið.  
 
Skorað var á sveitarstjórn Húna­þings vestra að sinna lögbundinni skyldu sinni þegar kemur að förgun dýrahræja.
 
Byggðaráð vísaði erindinu til umhverfissviðs Húnaþings vestra og benti einnig á bókanir frá tveimur fundum landbúnaðarráðs frá því í mars og apríl árið 2018. 
 
Núverandi lög og reglur ganga ekki upp
 
Þar kemur fram að landbúnaðarráð Húnaþings vestra telur ljóst að núverandi lög og reglur hér á landi um förgun dýrahræja gangi ekki upp þar sem ekki eru til úrræði til að fylgja þeim eftir, þ.e. það vantar brennsluofn/ofna til að brenna hræ af sjálfdauðum dýrum, dýrum sem lógað er heima vegna sjúkdóma, og sláturúrgang sem til fellur við heimaslátrun. Þá er söfnun hræja og förgun bæði mjög dýr og erfið í framkvæmd, m.a. vegna varnarlína. 
 
Undanþáguheimildir verði virkjaðar
 
Landbúnaðarráð fór fram á við sjávarútvegs- og landbúnaðar­ráðherra að undanþáguheimildir EES reglugerðar um förgun dýrahræja verði virkjaðar hér á landi þannig að möguleiki sé á að farga dýrahræjum beint með urðun á viðkomandi lögbýli. Hægt væri að setja þau skilyrði að ábúendur taki heilasýni eða haus af þeim kindum sem fargað er heima eða drepast og skili því til dýralæknis/Keldna. Allar grafir verði merkar inn á kort í gagnagrunni sem yfirdýralæknisembættið/sveitarfélög/MAST haldi utan um og ábúendur lögbýla ábyrgist að gengið sé frá gröfum á snyrtilegan hátt þannig að vargur komist ekki í hræin. „Brýnt er að ásættanleg úrræði séu til ef upp kemur alvarlegur smitsjúkdómur í búfé, s.s. riða í sauðfé. Við núverandi aðstæður verður ekki búið og með ólíkindum að lög og reglugerðir um förgun séu settar sem ómögulegt er að framfylgja,“ segir í bókun ráðsins frá árinu 2018. 
Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...