Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Laugabakki.
Laugabakki.
Mynd / HKr.
Fréttir 9. mars 2020

Algert úrræðaleysi við förgun dýrahræja

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
„Úrræðaleysið þegar kemur að förgun dýrahræja í sveitarfélaginu er algert og bændur því tilneyddir að urða hræ heima á bæjunum, sem er ólöglegt,“  segir í bókun sem samþykkt var á aðalfundi Nautgriparæktarfélags Vestur-Húnavatnssýslu sem haldinn var á Laugabakka nýverið.  
 
Skorað var á sveitarstjórn Húna­þings vestra að sinna lögbundinni skyldu sinni þegar kemur að förgun dýrahræja.
 
Byggðaráð vísaði erindinu til umhverfissviðs Húnaþings vestra og benti einnig á bókanir frá tveimur fundum landbúnaðarráðs frá því í mars og apríl árið 2018. 
 
Núverandi lög og reglur ganga ekki upp
 
Þar kemur fram að landbúnaðarráð Húnaþings vestra telur ljóst að núverandi lög og reglur hér á landi um förgun dýrahræja gangi ekki upp þar sem ekki eru til úrræði til að fylgja þeim eftir, þ.e. það vantar brennsluofn/ofna til að brenna hræ af sjálfdauðum dýrum, dýrum sem lógað er heima vegna sjúkdóma, og sláturúrgang sem til fellur við heimaslátrun. Þá er söfnun hræja og förgun bæði mjög dýr og erfið í framkvæmd, m.a. vegna varnarlína. 
 
Undanþáguheimildir verði virkjaðar
 
Landbúnaðarráð fór fram á við sjávarútvegs- og landbúnaðar­ráðherra að undanþáguheimildir EES reglugerðar um förgun dýrahræja verði virkjaðar hér á landi þannig að möguleiki sé á að farga dýrahræjum beint með urðun á viðkomandi lögbýli. Hægt væri að setja þau skilyrði að ábúendur taki heilasýni eða haus af þeim kindum sem fargað er heima eða drepast og skili því til dýralæknis/Keldna. Allar grafir verði merkar inn á kort í gagnagrunni sem yfirdýralæknisembættið/sveitarfélög/MAST haldi utan um og ábúendur lögbýla ábyrgist að gengið sé frá gröfum á snyrtilegan hátt þannig að vargur komist ekki í hræin. „Brýnt er að ásættanleg úrræði séu til ef upp kemur alvarlegur smitsjúkdómur í búfé, s.s. riða í sauðfé. Við núverandi aðstæður verður ekki búið og með ólíkindum að lög og reglugerðir um förgun séu settar sem ómögulegt er að framfylgja,“ segir í bókun ráðsins frá árinu 2018. 
Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...