Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Pardussnigill
Pardussnigill
Mynd / Atli Gunnarsson
Fréttir 18. júlí 2014

Allt iðandi af lífi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Á hverju ári er flutt til landsins talsvert magn af lifandi stofu­plöntum, ávaxtatrjám, berjarunnum, skrautrunnum og fleiri tegundum plantna í pottum. Moldin í pottunum er iðandi af lífi og í sumum tilfellum geta fylgt með lífverur sem ílengjast hér á landi.

Erling Ólafsson, skordýra­fræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, segir að innflutningur á plöntum og þá sérstaklega með rótum í mold bjóði hættunni heim hvað varði alls konar smákvikindi og plöntusjúkdóma sem ekki eiga hér heima.

Lífið í moldinni

„Innflutningur á plöntum er talsverður hvort sem það er gert til endursölu eða af einstaklingum sem taka með sér plöntur sem þeim þykir fallegar og vilja rækta hér.

Í jarðvegi plantna sem fluttar eru inn í pottum er að finna heilt vistkerfi og fjölbreytt samfélag lifandi vera. Mold er lítils virði ef það er ekkert líf í henni og til þessa hún virki þurfa að vera í henni allt í senn örverur, sveppir og smádýr

Ég hef skoðað lítillega í mold sem fylgir ávaxtatrjám sem flutt eru inn og plantað í garða. Þar hefur ýmislegt leynst og stundum iðað af lífi. Sumar þessar lífverur geta hæglega náð fótfestu hér en aðrar gera það ekki. Það er heldur ekki þar með sagt að allar þessar lífverur séu skaðlegar eða af hinu illa en það þarf heldur ekki marga skrattakolla til að valda tjóni,“ segir Erling.

Takmarkað heilbrigðisvottorð

„Innfluttum plöntum á að fylgja heilbrigðisvottorð sem tryggir að ákveðnar lífverur eða sjúkdómar fylgi ekki með í sendingunni samkvæmt reglugerð. Listinn er ekki langur og um leið tryggir hann ekki að margt annað sem ekki er á honum geti ekki borist hingað. Auðvitað eru til margir aðrir skaðvaldar en þeir sem erum listanum og heilbrigðisvottorð hefur ekkert með þá að gera.“

Erling segir að því miður sé það svo að fullgilt heilbrigðisvottorð sé engin trygging fyrir því að skaðvaldar fylgi ekki sendingum.

„Mönnum getur yfirsést og sjálfur hef ég komið að plöntusendingu í gámi þar sem allir pappírar fylgdu og voru rétt stimplaðir þrátt fyrir að það væri búið að éta öll laufblöð af plöntunum þegar þær bárust til landsins.“

Rakin til framleiðenda og birgja

„Spánarsnigill er dæmi um kvikindi sem hefur skotið upp kollinum hér og þar um landið frá því að hann greindist hér fyrst fyrir rúmum áratug en það er ekki þar með sagt að hann sé landlægur um allt land. Meðal fundarstaða hans er Hveragerði, á höfuðborgarsvæðinu, í Hnífsdal, Ólafsfirði, Vestmannaeyjar, Akureyri og Höfn í Hornafirði. Í sumum tilfellum er bara um eitt staðfest tilfelli að ræða.“

Erling segir að í sumum tilfellum megi rekja Spánarsnigla sem finnast á nýjum stöðum til plöntusendinga frá framleiðendum eða birgjum þar sem hann er þekktur fyrir hvort sem það eru plöntur sem ræktaðar eru hér á landi að fluttar inn í pottum.

Vafasamur innflutningur

„Í mínum huga er það nánast tilræði við íslenska náttúru að flytja inn jarðveg og lifandi plöntur í pottum og öllu því sem þar getur fylgt með.

Ef ég man rétt var ekki fyrir svo löngu bannað að fylja inn allan jarðveg en eftir að það var leyft hefur innflutningurinn aukist mikið. Að mínu mati er mjög vafasamt að gera þetta og þrátt fyrir að slíkt megi ættu menn að hafa vit á því að gera það ekki og hugsa dæmið til enda,“ segir Erling Ólafsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun.

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...