Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Alþjóðleg ráðstefna - 4th North Atlantic Native Sheep and Wool Conference
Fréttir 18. júlí 2014

Alþjóðleg ráðstefna - 4th North Atlantic Native Sheep and Wool Conference

Höfundur: Ólafur Dýrmundsson

Dagana 4.-8. september n.k. verður haldin á Blönduósi 4. ráðstefnan um norður-evrópskt sauðfé, ull og ullarvinnslu. Aðild að henni eiga auk Íslands: Færeyjar, Grænland, Hjaltlandseyjar, Noregur, Orkneyjar og Suðureyjar. Fyrirlesarar koma víða að en flestir erlendu þátttakendurnir verða frá Norður-Evrópu. Jafnframt verður lista- og handverkssýning með munum úr ull o.fl.  Þá verður farið í kynnisferðir til að skoða sauðfé  og skilyrði til sauðfjárræktar hér á landi.

Hægt er að skrá sig á ráðstefnuna til 10. ágúst n.k. í   www.woolconference2014@gmail.com. Nánari upplýsingar verða í Bændablaðinu 14.ágúst. n.k.

Íbúar í löndum og eyjum Norður-Atlantshafs  eiga mjög sterka, sameiginlega arfleifð er felst í sauðfjárkynjum sem heyra til norður-evrópsku stuttrófufé (dindilfé). Þar er einnig sterk hefð fyrir nýtingu ullar og skinna í ýmsum tilgangi og ber þar hæst nýting til klæða en síðar í handverki og list. Fyrir nokkrum árum fóru Helga Tulloch í Orkneyjum, Karin F. Svarstad í Noregi, og Ólafur R. Dýrmundsson á Íslandi af stað með þá hugmynd að mynda tengslanet þess fólks sem býr í þessum löndum og vinnur við sauðkindina og úr afurðum hennar. Niðurstaðan var að halda ráðstefnu til þess að skoða þessar hefðir. North Atlantic Native Sheep and Wool Conference var haldin í fyrsta skipti á Orkneyjum vorið 2011, árið 2012 var hún haldin á Hörðalandi í Noregi og Hjaltland varð fyrir valinu haustið 2013.

Haustið 2014 verður ráðstefnan haldin á Íslandi, og varð Blönduós fyrir valinu. Húnavatnssýsla er þekkt fyrir hefðir í textíl, og á Blönduósi eru  Kvennaskólinn á Blönduósi, Heimilisiðnaðarsafnið sem er eina sinnar tegundar hér á landi og Ullarþvottastöð Ístex. Einnig er norðvesturland fjárflesta svæði landsins og því var valið að halda ráðstefnuna á réttatíma snemma hausts.

Markmið ráðstefnunnar er að fólk, sem tengist stuttrófukynjum sauðfjár á einn eða annan hátt, hittist og miðli reynslu og menningu í sambandi við fjárkynin, ullina og menningarlandslagið í kringum umhirðuna. Hefur það verið gríðarlega lærdómsríkt. Því var ákveðið að þessi ráðstefna hefði það meginmarkmið að finna flöt á rannsóknarverkefnum sem kæmi fólkinu í þessum löndum vel.

Þetta er meira en bara ráðstefna. Hún er orðinn vettvangur þar sem þátttakendur frá Íslandi, Færeyjum, Grænlandi, Hjaltlandi, Orkneyjum, Suðureyjum, Mön (á Írlandshafi) og Noregi miðla reynslu sinni innan sauðfjárræktar, sögu, ullarframleiðslu, textílhandverki og menningarlandslags.

Komið hefur í ljós að víðtæk þekking, bæði vísindaleg, fagleg svo og almenn þekking, leynist í  þeim hópi sem hefur sótt ráðstefnuna á undanförnum árum. Markmiðið með þessari ráðstefnu er að draga þekkinguna saman og nýta upplýsingarnar til rannsókna. Einnig leita eftir hugmyndum að rannsóknarverkefnum sem nýtist fólkinu sem býr við stuttrófufé.

Ráðstefnan færist á milli landa til þess að allir geti átt þess kost að kynnast störfum, menningu og vinnslu sauðfjárafurða hvers lands fyrir sig. Bændur og textílhandverksfólk í þessum löndum hafa sömu markmið en veðurfar og landslag landanna er mjög ólíkt. Ekki er nokkur vafi á að ráðstefnurnar hafa verið lærdómsríkar, bæði með fyrirlestrum og heimsóknum, á hverjum stað fyrir sig.

Ráðstefnan á Blönduósi samanstendur af fyrirlestrum fyrir hádegi, kynningum á handverki og vinnuaðferðum í sauðfjárbúskap. Eftir hádegi eru m.a.  heimsóknir í réttir og til bænda. Fyrirtæki svo sem Ístex, Ullarselið á Hvanneyri, Þingborg í Flóa og Gestastofa sútarans í Skagafirði, verða heimsótt sem og Þingeyrakirkja en þar er talið að Orkneyingasaga hafi verið skrifuð. Einnig verða sýningar á handverki,  þjóðbúningum og miðaldabúningum.

Í ferðalögum verður keyrt norður um Mosfellsbæ, Hvanneyri, Þing, Vatnsdal, Svínadal, Skagafjörð og yfir Kjöl þar sem sýnd verða beitilönd og menningarlandslag þess fjár sem gestirnir sjá í ferð sinni í réttum.

Allt þetta gefur gestum frábært  tækifæri til að kynnast sauðfjárræktinni, úrvinnslunni, menningarlandslagi okkar og ekki síst búháttum á svæðinu. Allt uppfyllir það með sínum hætti markmið ráðstefnunnar og gefur þátttakendum ógleymanlegar minningar héðan frá Íslandi. Aldrei má vanmeta þær hefðir og menningu sem hafa þróast  á þessum stöðum og er það mjög verðmætt fyrir þátttakendur að upplifa slíkt hvor hjá öðrum.

Í undirbúningsnefnd eru fulltrúar frá eftirfarandi aðilum:

• Textilsetur Íslands tók að sér verkefnið 2012 og hefur yfirumsjón með því.

• Þekkingasetrið á Blönduósi kemur að skipulagi og umsóknum um styrki. Þekkingarsetur og Textílsetur Íslands hafa nýlega undirrituð samstarfssamning um framkvæmd verkefna á sviði textíls og fellur undirbúningsstarf við ráðstefnuna undir þann samning.

• Bændasamtök Íslands hefur faglega umsjón og annast leiðsögn, þýðingar, textaskrif og ritstjórn ráðstefnugagna.

• Ullarselið á Hvanneyri kemur að skipulagi, faglegri umsjón og mótttöku gesta.

Ýmsir aðrir aðilar styðja einnig við ráðstefnuna, svo sem Ístex hf, Landssamtök sauðfjárbænda, Landbúnaðarháskóli Íslands, Gestastofa sútarans og Þingborg.

Þess ber að geta að aðsókn að ráðstefnunni er góð en hægt er að skrá sig til 10. ágúst n.k.

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...