Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Alvöru vambir berast í tvær verslanir Kaupáss
Fréttir 15. október 2014

Alvöru vambir berast í tvær verslanir Kaupáss

Höfundur: smh

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að engar vambir fengjust lengur frá afurðastöðvum í sláturtíðinni. Nú hafa mál hins vegar þróast með þeim hætti að SAH á Blönduósi hefur tekið að sér að fullverka nokkurt magn vamba fyrir tvær verslanir Kaupáss – og komu þær í verslanir 15. október síðastliðinn.

Í blaðinu var sagt frá því að Sláturfélag Suðurlands (SS) hafi verið síðasta afurðastöðin til að bjóða viðskiptavinum sínum upp á alvöru vambir í sláturtíðinni, en hefði hætt því af hagkvæmnisástæðum fyrir þetta haust. Í umfjöllun blaðsins staðfesti Ólafur Júlíusson, innkaupastjóri fyrir verslanir Kaupáss, þann orðróm, að talsverð eftirspurn væri eftir alvöru vömbum.

Ólafur segir að hreyfing hafi komist á málið eftir ábendingu frá húsmóður á Selfossi, sem taldi að samstarf ætti að geta náðst á milli SAH og Kaupáss um að bjóða almenningi upp á þessa vöru. „Við settum okkur í kjölfarið í samband við Kjarnafæði á Blönduósi og afleiðing þessa samstarfs er að við getum í dag boðið upp á vambir á sláturmörkuðum okkar, annars vegar í Krónunni á Selfossi og hins vegar Nóatúni í Austurveri. Við settum auglýsingu í fjölmiðla um síðustu helgi þar sem við óskuðum eftir pöntunum og við fengum á mjög stuttum tíma um þúsund pantanir.“

Gunnar Tryggvi Halldórsson, framkvæmdastjóri hjá SAH á Blönduósi, segir að þeir hafi farið af stað með hálfhreinsaðar vambir eftir að Matvælastofnun gaf grænt ljós á þá vöru. „Í framhaldinu tókum við ákvörðun um að fullhreinsa einn dag og selja Kaupási í eina stóra pöntun. Þetta hefur svo hlaðið utan á sig og við erum að hreinsa í fleiri pantanir fyrir Kaupás. 

Þegar þetta flæði er komið af stað getum við einnig boðið fullhreinsaðar vambir á heimamarkaði einhverja daga fram að mánaðarmótum.“

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...