Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Alvöru vambir berast í tvær verslanir Kaupáss
Fréttir 15. október 2014

Alvöru vambir berast í tvær verslanir Kaupáss

Höfundur: smh

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að engar vambir fengjust lengur frá afurðastöðvum í sláturtíðinni. Nú hafa mál hins vegar þróast með þeim hætti að SAH á Blönduósi hefur tekið að sér að fullverka nokkurt magn vamba fyrir tvær verslanir Kaupáss – og komu þær í verslanir 15. október síðastliðinn.

Í blaðinu var sagt frá því að Sláturfélag Suðurlands (SS) hafi verið síðasta afurðastöðin til að bjóða viðskiptavinum sínum upp á alvöru vambir í sláturtíðinni, en hefði hætt því af hagkvæmnisástæðum fyrir þetta haust. Í umfjöllun blaðsins staðfesti Ólafur Júlíusson, innkaupastjóri fyrir verslanir Kaupáss, þann orðróm, að talsverð eftirspurn væri eftir alvöru vömbum.

Ólafur segir að hreyfing hafi komist á málið eftir ábendingu frá húsmóður á Selfossi, sem taldi að samstarf ætti að geta náðst á milli SAH og Kaupáss um að bjóða almenningi upp á þessa vöru. „Við settum okkur í kjölfarið í samband við Kjarnafæði á Blönduósi og afleiðing þessa samstarfs er að við getum í dag boðið upp á vambir á sláturmörkuðum okkar, annars vegar í Krónunni á Selfossi og hins vegar Nóatúni í Austurveri. Við settum auglýsingu í fjölmiðla um síðustu helgi þar sem við óskuðum eftir pöntunum og við fengum á mjög stuttum tíma um þúsund pantanir.“

Gunnar Tryggvi Halldórsson, framkvæmdastjóri hjá SAH á Blönduósi, segir að þeir hafi farið af stað með hálfhreinsaðar vambir eftir að Matvælastofnun gaf grænt ljós á þá vöru. „Í framhaldinu tókum við ákvörðun um að fullhreinsa einn dag og selja Kaupási í eina stóra pöntun. Þetta hefur svo hlaðið utan á sig og við erum að hreinsa í fleiri pantanir fyrir Kaupás. 

Þegar þetta flæði er komið af stað getum við einnig boðið fullhreinsaðar vambir á heimamarkaði einhverja daga fram að mánaðarmótum.“

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...