Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ágúst Guðjónsson, stjórnarformaður Auðhumlu.
Ágúst Guðjónsson, stjórnarformaður Auðhumlu.
Fréttir 6. mars 2020

Ástæðan sögð einföldun og sparnaður

Höfundur: Vilmundur Hansen

Stjórn Auðhumlu ákvað á fundi sínum þann 26. febrúar síðastliðinn að sameina verkefnin Fyrirmyndarbú og Mjólkureftirlitið undir nafninu Gæðaeftirlit Auðhumlu. Rekstur Auð­humlu er viðkvæmur og stendur ekki undir álags­greiðslum af þessu tagi.

Ágúst Guðjónsson, bóndi að Læk og stjórnarformaður Auðhumlu, segir að í skipulagsbreytingu af þessu tagi og sameining verkefna felist sparnaður sem muni styrkja rekstur Auðhumlu. Álagsgreiðslur til þeirra sem flokkuðust undir Fyrirmyndarbú verðar felldar niður en þær voru ein króna á lítra á síðasta ári en höfðu lækkað úr tveimur prósentum á lítrann á árinu þar á undan.

„Þátttaka í verkefninu Fyrir­myndar­bú varð ekki eins og vonir stóðu til í upphafi og aðeins rúm­lega 20% mjólkurbúa féllu undir Fyrirmyndabú. Rekstur Auðhumlu er viðkvæmur og stendur einfaldlega ekki undir álagsgreiðslum af þessu tagi.

Við stefnum að því að einfalda nálgun á því hvernig úttektir verða framkvæmdar með hliðsjón af hlutverki Mast í veitingu starfsleyfa og úttektum þeirra og komast þannig hjá tvíverknaði,“ segir Ágúst.

Ekki slakað á kröfum

Ágúst fullyrðir að þetta þýðir ekki að slakað sé á gæðakröfum eða eftirliti af hálfu Auðhumlu. „Hjá Auðhumlu eru starfandi þrír gæðaráðgjafar sem hafa eftirlit með gæðamálum mjólkur og koma til með að gera úttektir hjá framleiðendum þó það verði með öðrum hætti en var í Fyrirmyndarbúsverkefninu.“

Gæðaeftirlit Auðhumlu

„Í kjölfar breytinganna munu þrír starfsmenn starfa við gæðaeftirlitið og hefur Sigurður Grétarsson verið ráðinn sviðsstjóri Gæðaeftirlits Auðhumlu sem öll mjólkurbú falla undir. Hann er bændum af góðu kunnur enda með langa starfsreynslu er kemur að mjöltum, mjaltatækni og gæðamálum þeim tengdum.

Úttektir af okkar hálfu eftir breytingarnar munu snúa að matvælaöryggi og ásýnd búa og aðkomu að þeim en ekki þeim þáttum sem Mast ber ábyrgð á.

Hugmyndin að baki Fyrirmyndar­búsverkefninu var mjög jákvætt og lifandi og tók mið af aðstæðum á hverjum tíma og ýtti undir jákvæðar breyt­ingar. Þessar breytingar eru liður í því að þróa verkefnið þannig að það nýtist bændum og afurða­stöðvum þeirra sem best með innra gæðaeftirliti.“

Ágúst segir að í framhaldi af þessari ákvörðun munu greiðslur fyrir Fyrirmyndarbú falla niður frá 1. maí 2020 og að samhliða þessum breytingum hafi Jarle Reiesen dýralæknir látið af störfum og eru honum þökkuð góð störf í þágu bænda og Auðhumlu. 

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...