Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson. Mynd / Sigurborg Jóhannsdóttir.
Rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson. Mynd / Sigurborg Jóhannsdóttir.
Fréttir 16. mars 2020

Ástand sjávar vaktað

Höfundur: Vilmuvdur Hansen

Bjarni Sæmundsson, rannsókna­skip Hafrannsókna­stofnunar, lauk nýverið tveggja vikna rannsóknaleiðangri kringum landið. Leiðangurinn er hluti af vöktunarverkefninu Ástand sjávar.

Í leiðangrinum var mældur hiti og selta á föstum sniðum út frá landinu, en auk þess voru tekin sýni á völdum stöðvum til greiningar á næringarefnum, súrefni og koldíoxíði. Ekki tókst að mæla á öllum stöðvum vegna veðurs, sem var óvenju leiðinlegt þetta árið.

Þá var einnig sinnt nokkrum smærri verkefnum, meðal annars var lagt straummælabaujum í Patreksfirði og í Reyðarfirði og ásamt fleiri athugunum, sem er hluti af gagnaöflun vegna sjókvíaeldis. Slíkar athuganir voru einnig gerðar í Eyjafirði.

Safnað var sýnum fyrir Geislavarnir ríkisins vegna vöktunar á magni geislavirkra efna í sjó. Þá voru sett út hlustunardufl fyrir Háskóla Íslands, til að fylgjast með hvalaferðum djúpt út af Austurlandi og rekdufl, sem mæla umhverfisþætti og voru þau sett í sjóinn á fjórum stöðvum umhverfis landið  fyrir erlenda samstarfsaðila.

Greiningu gagna úr leiðangrinum er ekki lokið, en niðurstöðurnar munu birtast á „Vefur um sjórannsóknir“, á heimasíðu stofnunarinnar og í skýrslu,  „Ástand sjávar“, sem gefin er út reglulega. 

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...