Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Ástarhvatar og stinningargrös
Á faglegum nótum 5. september 2017

Ástarhvatar og stinningargrös

Höfundur: Vilmundur Hansen

Holdið er veikt og girndin kenjótt ótukt sem fátt fær hamið. Sé girnd óendurgoldin getur reynst nauðsynlegt að grípa til hjálparmeðala til að vekja frygð þess sem hugur er borinn til.


Hjálparmeðulin eru margvísleg og ekki ólíklegt að eitt þeirra kunni að virka.

Ástarhvatar eru fjölbreytilegir og ekki víst að allir hafi sömu virkni á allar manneskjur. Það sem verkar örvandi á einn getur reynst letjandi á annan. Matur og ýmiss konar drykkir hafa löngum þótt góðir frygðarhvatar og ekki tilviljun að fólk í tilhugalífinu fer oft út að borða saman. Aðrir safna í kringum sig hlutum sem eiga að hafa örvandi áhrif á gredduna og losa um blygðunarsemina. Þetta geta verið erótískar bókmenntir, dónalegar matreiðslubækur og handbækur um ástarlífið eða listmunir, myndlist, tónlist, myndbönd eða skúlptúrar.

Það sem telst erótík eða sjálfsögð kynhegðun í einu menningarsamfélagi getur talist klám og öfuguggaháttur í öðru. Í Austurlöndum er því víða trúað að nashyrningshorn auki kyngetu karla, Grikkjum til forna þótti ekkert tiltökumál þótt eldri karlmenn ættu sér unga elskhuga af sama kyni og í dag þykir samkynhneigð ekkert tiltökumál víða um heim en stutt er síðan slíkt var álitið argasta óeðli. Á sama hátt hafa mismunandi ástarhvatar tengst ákveðnum tímabilum sögunnar og mismunandi menningu.

Brönugrös hafa lengi verið tengd ástargaldri. Þau þóttu og þykja eflaust enn góð til að vekja ástir séu þau lögð undir kodda pilts eða stúlku. Seyði rótarinnar þótti einnig gott til að örva kynhvöt húsdýra. Líklegt er að trúin á frygðarkraft brönugrasa tengist lögun rótarinnar sem þykir líkjast kynfæri karlmanns. Sé ljónslappi tíndur á Jónsmessunótt er sagt að seyði plöntunnar hafi þá náttúru að auka kyngetu beggja kynja.

Karlmenn sem eru svo óheppnir að stóra táin á þeim er lengri en táin við hliðina eiga að kvænast niður fyrir sig en sé stóra táin styttri eiga þeir að giftast upp fyrir sína stétt. Sagt er að karlmenn geti lesið hversu oft þeir kvænast með því að telja hrukkurnar á handarbakinu ofan við litla fingur.

Til þess að vita hvort piltur eða stúlka eru óspjölluð eru ýmis ráð. Ef baldursbrá er sett í stól stúlkunnar og hún látin setjast á hana getur stúlkan ekki staðið upp aftur nema hún sé hrein mey. Sé kvikasilfur látið í lófa pilts eða stúlku liggur það kyrrt ef þau eru hreinn sveinn eða mey, annars skelfur það og hendist til í lófanum. Vilji ungur maður ná ástum stúlku á hann að skera sig til blóðs og koma blóðinu ofan í hana með einhverjum ráðum en má tryggja að kona elski menn með því að gefa henni saxað rjúpuhjarta að borða.

Til að bæta samlyndi og hjúskaparfar hjóna á karlmaðurinn að ganga með hrafnshjarta á sér. Ef konan er ófrjósöm skal gefa henni kaplamjólk að drekka eða taka eista úr ref, þurrka það í skugga og mylja út í vín og gefa henni að drekka skömmu eftir að hún hefur á klæðum, einnig er talið gott að konan hafi hærra undir lendum en herðum við samfarir til að auka líkur á getnaði.  

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...