Athugasemdir gerðar og staðreyndavillur leiðréttar í mjólkurskýrslu Hagfræðistofnunar HÍ
Bændasamtök Íslands (BÍ) og Landssamband kúabænda (LK) hafa tekið saman umsögn um skýrsluna „Mjólkurframleiðsla á Íslandi - Staða og horfur” sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands skilaði fyrir skemmstu til landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra. Í umsögninni eru gerðar fjölmargar athugasemdir við einstök atriði skýrslunnar og tuttugu staðreyndavillur eru leiðréttar.
Í skýrslu Hagfræðistofnunar er reynt að greina uppbyggingu mjólkurframleiðslu hér á landi og þróun hennar á síðustu árum.
Umsögnina er að finna hér að neðan. Hún hefst á fréttatilkynningu BÍ og LK frá í gær, en síðan er farið ofan í einstök atriði skýrslunnar.