Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Sýnishorn úr eftirlitsskýrslu.
Sýnishorn úr eftirlitsskýrslu.
Fréttir 8. apríl 2014

Athugasemdir og úrbótakröfur sendar viðkomandi fyrirtæki

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Í Bændablaðinu 20. mars var viðtal við Bjarna Jónsson, framkvæmdastjóra Sambands garðyrkjubænda, þar sem hann gagnrýndi hvernig staðið er að eftirliti með upprunamerkingum grænmetis í matvöruverslunum. var viðtal við Bjarna Jónsson, framkvæmdastjóra Sambands garðyrkjubænda, þar sem hann gagnrýndi hvernig staðið er að eftirliti með upprunamerkingum grænmetis í matvöruverslunum. Sagðist hann hafa ítrekað þrýst á eftirlitsaðila að sinna skyldu sinni, því sjálfstæðar úttektir hans hafi leitt í ljós að misbrestir væru á að verslanir fylgdu reglum.

Hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur fengust þær upplýsingar að í reglubundnu matvælaeftirliti í matvöruverslunum í Reykjavík séu upprunamerkingar matjurta skoðaðar eins og aðrar merkingar matvæla. Ef tilefni eru til, eru viðeigandi athugasemdir gerðar. Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóri hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar, segir í svari við fyrirspurn Bændablaðsins að athugasemdir og úrbótakröfur vegna vöntunar á upprunamerkingum matjurta séu skráðar í eftirlitsskýrslu, eins og aðrar athugasemdir og úrbótakröfur, eftir eðli mála og þær sendar viðkomandi fyrirtæki.

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur þó ekki, að sögn Óskars, tekið saman yfirlit yfir þær athugasemdir og úrbótakröfur sem gerðar hafa verið í eftirlitsúttektum, vegna upprunamerkinga matjurta. Blaðamaður fékk þó að sjá dæmi um athugasemdir í eftirlitsskýrslum og getur þannig staðfest að eitthvað eftirlit hafi farið fram. Óskar segir að ekki standi til að draga saman athugasemdir og úrbótakröfur úr eftirlitsskýrslum liðinna ára, en áréttar það sem fram kom í síðasta Bændablaði að í gangi sé samræmt eftirlitsverkefni allra heilbrigðiseftirlitssvæða, í umsjón Matvælastofnunar, um upprunamerkingar innpakkaðra og óinnpakkaðra matjurta. Niðurstöður úr því verkefni, sem lýkur í næsta mánuði, ætti að gefa glögga mynd af núverandi ástandi.

Þá áréttar hann að ábyrgð á merkingum matvara, þar með talið merkingum um upprunaland ákveðinna matjurta, sé alltaf hjá viðkomandi matvælafyrirtæki og matvöruverslun. 

Norrænt samstarf um fæðuöryggi
Fréttir 6. ágúst 2024

Norrænt samstarf um fæðuöryggi

Norðurlöndin hafa tekið upp formlegt samstarf á sviði fæðuöryggis.

Greina þörf á tæknilausnum
Fréttir 31. júlí 2024

Greina þörf á tæknilausnum

Evrópskt netverk um stafræna nýsköpun og gagnatækni fyrir búfjárrækt sem byggir ...

Allt fæst í kaupfélaginu
Fréttir 30. júlí 2024

Allt fæst í kaupfélaginu

Ólíkt því sem áður var eru verslanir í eigu kaupfélaga orðnar sjaldgæfar. Á Hvam...

Stórþörungar í matvæli
Fréttir 29. júlí 2024

Stórþörungar í matvæli

Verkefninu Seafoodture, um stórþörunga í matvæli, hefur verið hleypt af stokkunu...

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.