Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Sýnishorn úr eftirlitsskýrslu.
Sýnishorn úr eftirlitsskýrslu.
Fréttir 8. apríl 2014

Athugasemdir og úrbótakröfur sendar viðkomandi fyrirtæki

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Í Bændablaðinu 20. mars var viðtal við Bjarna Jónsson, framkvæmdastjóra Sambands garðyrkjubænda, þar sem hann gagnrýndi hvernig staðið er að eftirliti með upprunamerkingum grænmetis í matvöruverslunum. var viðtal við Bjarna Jónsson, framkvæmdastjóra Sambands garðyrkjubænda, þar sem hann gagnrýndi hvernig staðið er að eftirliti með upprunamerkingum grænmetis í matvöruverslunum. Sagðist hann hafa ítrekað þrýst á eftirlitsaðila að sinna skyldu sinni, því sjálfstæðar úttektir hans hafi leitt í ljós að misbrestir væru á að verslanir fylgdu reglum.

Hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur fengust þær upplýsingar að í reglubundnu matvælaeftirliti í matvöruverslunum í Reykjavík séu upprunamerkingar matjurta skoðaðar eins og aðrar merkingar matvæla. Ef tilefni eru til, eru viðeigandi athugasemdir gerðar. Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóri hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar, segir í svari við fyrirspurn Bændablaðsins að athugasemdir og úrbótakröfur vegna vöntunar á upprunamerkingum matjurta séu skráðar í eftirlitsskýrslu, eins og aðrar athugasemdir og úrbótakröfur, eftir eðli mála og þær sendar viðkomandi fyrirtæki.

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur þó ekki, að sögn Óskars, tekið saman yfirlit yfir þær athugasemdir og úrbótakröfur sem gerðar hafa verið í eftirlitsúttektum, vegna upprunamerkinga matjurta. Blaðamaður fékk þó að sjá dæmi um athugasemdir í eftirlitsskýrslum og getur þannig staðfest að eitthvað eftirlit hafi farið fram. Óskar segir að ekki standi til að draga saman athugasemdir og úrbótakröfur úr eftirlitsskýrslum liðinna ára, en áréttar það sem fram kom í síðasta Bændablaði að í gangi sé samræmt eftirlitsverkefni allra heilbrigðiseftirlitssvæða, í umsjón Matvælastofnunar, um upprunamerkingar innpakkaðra og óinnpakkaðra matjurta. Niðurstöður úr því verkefni, sem lýkur í næsta mánuði, ætti að gefa glögga mynd af núverandi ástandi.

Þá áréttar hann að ábyrgð á merkingum matvara, þar með talið merkingum um upprunaland ákveðinna matjurta, sé alltaf hjá viðkomandi matvælafyrirtæki og matvöruverslun. 

Færri útflutt hross
Fréttir 7. janúar 2025

Færri útflutt hross

Útflutningur íslenskra hrossa árið 2024 verður minni en í fyrra.

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt
Fréttir 7. janúar 2025

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt

Ákveðið hefur verið að flytja meðferðarheimilið Lækjarbakka í Gunnarsholt á Rang...

Smáforrit til að panta sæðingar
Fréttir 6. janúar 2025

Smáforrit til að panta sæðingar

Smáforritið Fang, sem er notað fyrir pantanir á sæðingum og skráningar fyrir frj...

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins
Fréttir 6. janúar 2025

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins

Haukur Bjarnason, bóndi á hrossaræktarbúinu Skáney í Reykholtsdal, er nýr formað...

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti
Fréttir 6. janúar 2025

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti

Gagnkvæm viðurkenning er nú á landfræðilegum afurðaheitum Íslands og Bretlands o...

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...