Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Sigurður Loftsson, formaður Landssambands kúabænda. 		/HKr.
Sigurður Loftsson, formaður Landssambands kúabænda. /HKr.
Fréttir 3. apríl 2014

Auka þarf mjólkurframleiðslu um 20 milljónir lítra

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Verð á mjólk til neytenda hefur hækkað mun minna en vísitala frá 2004. Samstarf stjórnvalda, launþegahreyfinga og afurðastöðva við verðlagningu mjólkur og mjólkurvara hefur því ótvírætt skilað tilætluðum árangri. Frá árinu 2004 hefur árlegur vinnslukostnaður lækkað um 2 milljarða króna.

Þetta kom fram í setningarræðu Sigurðar Loftssonar formanns Landssambands kúabænda á aðalfundi sambandsins í síðustu viku. Vísaði hann með þessum orðum í skýrslu sem fyrirtækið Innform ehf. gerði fyrir Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði og skilaði í marsmánuði. Benti Sigurður á að þó einungis þetta væri nefnt hlyti það að teljast mikill árangur í mjólkurframleiðslu og –vinnslu hér á landi.

Óvægin umræða um mjólkurframleiðsluna

Sigurður setti þessar niður-stöður skýrslunnar í samhengi við óvægna umræðu í garð mjólkurframleiðslunnar á síðustu misserum. „Hafa þar geyst hvað mest um ritvelli sterklærðir hagspekingar og ýmsir umræðustjórnendur samfélagsins, dragandi of sterkar niðurstöður af oft á tíðum óþægilega grunnum forsendum þar sem verulega skortir á vandaða rannsóknarvinnu. Því er jafnan haldið fram að landbúnaðarkerfið sé úrelt og þauljöpluð er sú tugga að ofurtollar á innfluttar landbúnaðarvörur séu ein helsta ástæðan fyrir bágri afkomu almennings. Ekkert er þó fjarri sanni og við hljótum að krefjast þess að þeir aðilar sem ætlast til að vera teknir alvarlega framkvæmi slíka samanburði á sanngirnisnótum,“ sagði Sigurður.


Sigurður bætti við að hvað sem samfélagsumræðu liði, óvæginni eða ekki, þyrftu kúabændur fyrst og fremst að horfa til framtíðar. Markaðsþróun og tækifæri þyrfti að nýta sem best því ef greinin sjálf sinnti þeim ekki myndu aðrir grípa gæsina. „Það hvílir á okkur mikil ábyrgð, nautgriparæktin stendur fyrir nálægt 45 prósent allrar landbúnaðarframleiðslu á Íslandi, veltir nálægt tveimur tugum milljarða króna á ári. Starfsgrein af þeirri stærðargráðu verður að eiga sér langtímamarkmið og sóknarvilja.“

Mikilvægt að íhuga orð sín í opinberri umræðu

Fram kom í ræðu Sigurðar að innlögð mjólk á árinu 2013 var 122,9 milljónir lítra samanborið við 125,1 milljón lítra árið áður. Er þar um samdrátt upp á 1,7 prósent að ræða. Sá samdráttur hafi hins vegar ekki komið fram fyrr en um mitt síðasta ár og því hafi birgðastýringu verið háttað út frá þeim forsendum fyrri hluta ársins. Í lok sumar hafi staðan verið orðin þannig að í óefni hafi stefnt vegna gríðarlega mikillar sölu og þess samdráttar sem orðin var í framleiðslu. Var þá gripið til þess ráðs að lofa fullri greiðslu fyrir 3 milljónir lítra og síðar alla mjólk umfram greiðslumark. Þrátt fyrir að þær aðgerðir hafi skilað aukinni framleiðslu dugði það ekki til og nauðsynlegt reyndist að flytja inn smjör til að tryggja framboð á mjólkurvörum, svo sem frægt er orðið. Mikil umræða spratt upp um þá stöðu, ekki síst á meðal bænda sjálfra.

Sigurður gagnrýndi hversu sterk orð ýmsir hefðu notað í þeirri umræðu því þó allir séu frjálsir skoðana sinni sé mikilvægt að íhuga orð sín og áhrif þeirra áður en þau séu látin falla í opinberri umræðu.

Sala mjólkurafurða vex enn hratt

Greiðslumark ársins í ár var ákveðið 125 milljónir lítra sem er aukning um 9 milljónir lítra frá fyrra ári. Var það gert til að mæta þessari miklu aukningu í sölu á mjólkurafurðum, til að bæta birgðastöðu og hvetja til aukinnar framleiðslu. Sigurður sagði fulla ástæðu til að ganga enn lengra til að auka framleiðsluhvata innan greinarinnar og nefndi í því sambandi breytingu á hlutföllum við skiptingu beingreiðslna. Ljóst væri að kúabændur þyrftu að halda verulega vel á spöðunum. Tölur um sölu mjólkurafurða frá því í lok febrúar sýndu að sala færi enn hratt vaxandi en að sama skapi færi innvigtun mjólkur einnig vaxandi. Hins vegar hafi fituhlutfall mjólkur farð lækkandi og því væri framleiðsla á fitugrunni svipuð milli ára.

Þörf á 20 prósenta aukningu

Framleiðsla á mjólk þarf að vaxa um 20 milljónir lítra fram til ársins 2020 gangi mannfjöldaspár og spár um aukningu komu ferðamanna til landsins eftir auk þess sem aukning í sölu á fituhluta mjólkur verði í sama takti og undanfarin tíu ár.

Árið 2020 mun, gangi spár eftir, þurfa að minnsta kosti 145 milljóna lítra framleiðslu til að fullnægja innanlandsþörf. Það er aukning um 20 prósent frá yfirstandandi ári. Í þessum áætlunum er ekki gert ráð fyrir skipulagðri framleiðslu til útflutnings heldur einungis að flutt verði út það sem fellur til af próteinhluta mjólkur umfram innanlandsþarfir.

„Þetta er ögrandi og spennandi staða og æði ólík þeim harða samdrætti sem blasti við forsvarsmönnum Landssambands kúabænda í árdaga samtakanna. En í grunninn stöndum við þó frammi fyrir sama viðfangsefni, sem er hvernig auka má hagkvæmni íslenskrar mjólkurframleiðslu, til hagsbóta fyrir bændur og neytendur. Það er okkur lífsnauðsyn,“ sagði Sigurður í ræðu sinni.

Færri útflutt hross
Fréttir 7. janúar 2025

Færri útflutt hross

Útflutningur íslenskra hrossa árið 2024 verður minni en í fyrra.

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt
Fréttir 7. janúar 2025

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt

Ákveðið hefur verið að flytja meðferðarheimilið Lækjarbakka í Gunnarsholt á Rang...

Smáforrit til að panta sæðingar
Fréttir 6. janúar 2025

Smáforrit til að panta sæðingar

Smáforritið Fang, sem er notað fyrir pantanir á sæðingum og skráningar fyrir frj...

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins
Fréttir 6. janúar 2025

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins

Haukur Bjarnason, bóndi á hrossaræktarbúinu Skáney í Reykholtsdal, er nýr formað...

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti
Fréttir 6. janúar 2025

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti

Gagnkvæm viðurkenning er nú á landfræðilegum afurðaheitum Íslands og Bretlands o...

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...