Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hrossakjöt vegur ekki þungt í heildarsölu kjötafurða frá íslenskum bændum, eða um 2,4%.
Hrossakjöt vegur ekki þungt í heildarsölu kjötafurða frá íslenskum bændum, eða um 2,4%.
Fréttir 16. júlí 2019

Aukin sala á hrossakjöti

Höfundur: Hörður Kristinsson

Í maímánuði síðastliðnum seldust tæp 25,6 tonn af hrossakjöti frá afurðastöðvum samkvæmt tölum Búnaðarstofu Mast. Það er 68,5% aukning í sölu miðað við maí 2018.

Salan á hrossakjöti í maí sl. nam rétt tæplega 25,6 tonnum sem er 68,5% aukning milli ára. Var ársfjórðungssalan þá orðin rétt tæp 109 tonn sem er hvorki meira né minna en rúm tvöföldun á milli ára og nemur aukningin 101,6%. Miðað við heilt ár þýðir það 11% aukningu í sölu á hrossakjöti. Árssalan á hrossakjöti er um 692 tonn. 

Hrossakjöt vegur ekki þungt í heildarsölu kjötafurða frá íslenskum bændum, eða um 2,4%. Virðast sölutölur á þessu ári benda til vaxandi áhuga á hrossakjöti. Undanfarin ár hefur verið mjög erfitt að fá hrossakjöt í íslenskum verslunum, nema þá helst saltað eða reykt. Margir virðast hins vegar vera að uppgötva gæði þessa kjöts, ekki síst folaldakjöts sem þykir sérlega gott á grillið.

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...