Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hrossakjöt vegur ekki þungt í heildarsölu kjötafurða frá íslenskum bændum, eða um 2,4%.
Hrossakjöt vegur ekki þungt í heildarsölu kjötafurða frá íslenskum bændum, eða um 2,4%.
Fréttir 16. júlí 2019

Aukin sala á hrossakjöti

Höfundur: Hörður Kristinsson

Í maímánuði síðastliðnum seldust tæp 25,6 tonn af hrossakjöti frá afurðastöðvum samkvæmt tölum Búnaðarstofu Mast. Það er 68,5% aukning í sölu miðað við maí 2018.

Salan á hrossakjöti í maí sl. nam rétt tæplega 25,6 tonnum sem er 68,5% aukning milli ára. Var ársfjórðungssalan þá orðin rétt tæp 109 tonn sem er hvorki meira né minna en rúm tvöföldun á milli ára og nemur aukningin 101,6%. Miðað við heilt ár þýðir það 11% aukningu í sölu á hrossakjöti. Árssalan á hrossakjöti er um 692 tonn. 

Hrossakjöt vegur ekki þungt í heildarsölu kjötafurða frá íslenskum bændum, eða um 2,4%. Virðast sölutölur á þessu ári benda til vaxandi áhuga á hrossakjöti. Undanfarin ár hefur verið mjög erfitt að fá hrossakjöt í íslenskum verslunum, nema þá helst saltað eða reykt. Margir virðast hins vegar vera að uppgötva gæði þessa kjöts, ekki síst folaldakjöts sem þykir sérlega gott á grillið.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...