Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Kjötlíkið sem framleitt er úr ertum og sojabaunum er sagt líkjast kjöti á allan hátt, hvort sem það er bragð, áferð eða lykt.
Kjötlíkið sem framleitt er úr ertum og sojabaunum er sagt líkjast kjöti á allan hátt, hvort sem það er bragð, áferð eða lykt.
Fréttir 10. mars 2020

Aukin sala á kjötlíki úr jurtaríkinu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sala á kjötlíki sem unnið er úr jurtaríkinu hefur aukist hratt á Bretlandseyjum undanfarin misseri.

Framleiðendur segja að kjötlíkið bragðist alveg eins og kjúklingar eða beikon eða hver önnur kjötvara en að framleiðsla þess hafi ekki eins slæm áhrif á umhverfið og búfjárrækt.

Kjötlíkið sem um ræðir er sagt líkjast kjöti á allan hátt, hvort sem það er bragð, áferð eða lykt en það er að mestu framleitt úr ertum og sojabaunum ásamt bragðefnum.

Fyrirtækið sem framleiðir kjötlíkið og heitir This gerði nýverið samning við sölufyrirtækið Brakes ,sem er ein stærsta heildsala í Bretlandi, um dreifingu vörunnar og er talið að sala hennar muni aukast enn frekar í framhaldi af því.

Sala á matvörum sem koma á í staðinn fyrir kjöt jókst á Bretlandseyjum á síðasta ári um 40% og spár fyrir árið 2020 gera ráð fyrir að salan eigi eftir að aukast enn meira á komandi árum.

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...