Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Kjötlíkið sem framleitt er úr ertum og sojabaunum er sagt líkjast kjöti á allan hátt, hvort sem það er bragð, áferð eða lykt.
Kjötlíkið sem framleitt er úr ertum og sojabaunum er sagt líkjast kjöti á allan hátt, hvort sem það er bragð, áferð eða lykt.
Fréttir 10. mars 2020

Aukin sala á kjötlíki úr jurtaríkinu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sala á kjötlíki sem unnið er úr jurtaríkinu hefur aukist hratt á Bretlandseyjum undanfarin misseri.

Framleiðendur segja að kjötlíkið bragðist alveg eins og kjúklingar eða beikon eða hver önnur kjötvara en að framleiðsla þess hafi ekki eins slæm áhrif á umhverfið og búfjárrækt.

Kjötlíkið sem um ræðir er sagt líkjast kjöti á allan hátt, hvort sem það er bragð, áferð eða lykt en það er að mestu framleitt úr ertum og sojabaunum ásamt bragðefnum.

Fyrirtækið sem framleiðir kjötlíkið og heitir This gerði nýverið samning við sölufyrirtækið Brakes ,sem er ein stærsta heildsala í Bretlandi, um dreifingu vörunnar og er talið að sala hennar muni aukast enn frekar í framhaldi af því.

Sala á matvörum sem koma á í staðinn fyrir kjöt jókst á Bretlandseyjum á síðasta ári um 40% og spár fyrir árið 2020 gera ráð fyrir að salan eigi eftir að aukast enn meira á komandi árum.

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...