Bændur funda um búvörusamninga
Bændur funda um nýju búvörusamningana alla þessa viku. Fyrstu fundirnir eru haldnir í Skaftafellssýslum en fundi á Ísafirði þurfti að fresta vegna veðurs. Hann verður haldinn í hádeginu þriðjudaginn 8. mars á Hótel Ísafirði.
Á vef Bændasamtakanna, www.bondi.is, er tafla með fundaskipulaginu sem bændur eru hvattir til að skoða. Sjá hér.