Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
„Það gildir bara gamla orðtækið; að duga eða drepast, og auðvitað deyjum við ekki ráðalausir, Jökuldælingar,“ segir Sigvaldi H. Ragnarsson, bóndi á Hákonarstöðum í Jökuldal, en ríflega helmingur túna hans var kalinn á liðnu vori.
„Það gildir bara gamla orðtækið; að duga eða drepast, og auðvitað deyjum við ekki ráðalausir, Jökuldælingar,“ segir Sigvaldi H. Ragnarsson, bóndi á Hákonarstöðum í Jökuldal, en ríflega helmingur túna hans var kalinn á liðnu vori.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 30. september 2014

Bændur í Jökuldal vel birgir af heyi eftir einstakt sumar

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Heyskapur gekk mjög vel í sumar og mun betur en nokkur maður þorði að vona í vor,“ segir Sigvaldi H. Ragnarsson, bóndi á Hákonarstöðum í Jökuldal.

Annað árið í röð var þó nokkurt kal á túnum nokkurra bæja á Jökuldal. Útlitið var því ekki gott en annað kom á daginn, einstaklega gott sumar með góðri grastíð gerði það að verkum að heyfengur er með meira móti og fara Jökuldælingar líkt og aðrir bændur á austanverðu landinu því með góðar birgðir inn í komandi vetur.

Leit ekki vel út í vor

Sigvaldi segir að tún við Hákonarstaði hafi verið metin á liðnu vori og reyndist kal þá vera á 50 til 60% túna á jörðinni. Þar sem mest var fór hlutfallið upp í um 80%. „Bændur voru því ekki sérlega bjarsýnir í vor, en þetta er annað árið í röð sem við búum við þetta ástand, að stór hluti túna hefur kalið,“ segir hann. Klaki var yfir túnum í hluta Jökuldals stóran part síðasta vetrar, eða frá því fyrir áramót og langt fram í mars. Kal var bundið við nokkra bæi að sögn Sigvalda, þá sem standa fremur hátt og lentu inni í veðurskilum þar sem ýmist snjóaði, rigndi eða krapaði. Á þeim svæðum hefði svell verið yfir jörðu lengi með þeim afleiðingum að tún voru kalin á stórum parti í vor. „Það fóru nokkrir bæir hér um slóðir illa út úr þessu árferði og því var útlitið langt í frá gott,“ segir Sigvaldi sem er þakklátur góðu sumri og góðum heyfeng.

Sóttu heyskap í aðrar sveitir

Sumarið aftur á móti má heita einstakt, það var sérlega gott og gras spratt sérlega vel. Uppskeran var í takt við veðurfarið, mjög góð.  Sigvaldi segir að þeir bændur sem lentu í hvað mestu kali hafi sótt heyskap lengra til, út í Jökulsárhlíð og jafnvel austur á Hérað. Þeir sem lengst sóttu stóðu í miklum heyflutningum með tilheyrandi kostnaði. Þeir sem mest hafi flutt heim á hlað óku hátt í tvö þúsund kílómetra fram og til baka með hey á flutningabílum. „En það gildir bara gamla orðtækið; að duga eða drepast, og auðvitað deyjum við ekki ráðalausir, Jökuldælingar,“ segir Sigvaldi.

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...