Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
„Það gildir bara gamla orðtækið; að duga eða drepast, og auðvitað deyjum við ekki ráðalausir, Jökuldælingar,“ segir Sigvaldi H. Ragnarsson, bóndi á Hákonarstöðum í Jökuldal, en ríflega helmingur túna hans var kalinn á liðnu vori.
„Það gildir bara gamla orðtækið; að duga eða drepast, og auðvitað deyjum við ekki ráðalausir, Jökuldælingar,“ segir Sigvaldi H. Ragnarsson, bóndi á Hákonarstöðum í Jökuldal, en ríflega helmingur túna hans var kalinn á liðnu vori.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 30. september 2014

Bændur í Jökuldal vel birgir af heyi eftir einstakt sumar

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Heyskapur gekk mjög vel í sumar og mun betur en nokkur maður þorði að vona í vor,“ segir Sigvaldi H. Ragnarsson, bóndi á Hákonarstöðum í Jökuldal.

Annað árið í röð var þó nokkurt kal á túnum nokkurra bæja á Jökuldal. Útlitið var því ekki gott en annað kom á daginn, einstaklega gott sumar með góðri grastíð gerði það að verkum að heyfengur er með meira móti og fara Jökuldælingar líkt og aðrir bændur á austanverðu landinu því með góðar birgðir inn í komandi vetur.

Leit ekki vel út í vor

Sigvaldi segir að tún við Hákonarstaði hafi verið metin á liðnu vori og reyndist kal þá vera á 50 til 60% túna á jörðinni. Þar sem mest var fór hlutfallið upp í um 80%. „Bændur voru því ekki sérlega bjarsýnir í vor, en þetta er annað árið í röð sem við búum við þetta ástand, að stór hluti túna hefur kalið,“ segir hann. Klaki var yfir túnum í hluta Jökuldals stóran part síðasta vetrar, eða frá því fyrir áramót og langt fram í mars. Kal var bundið við nokkra bæi að sögn Sigvalda, þá sem standa fremur hátt og lentu inni í veðurskilum þar sem ýmist snjóaði, rigndi eða krapaði. Á þeim svæðum hefði svell verið yfir jörðu lengi með þeim afleiðingum að tún voru kalin á stórum parti í vor. „Það fóru nokkrir bæir hér um slóðir illa út úr þessu árferði og því var útlitið langt í frá gott,“ segir Sigvaldi sem er þakklátur góðu sumri og góðum heyfeng.

Sóttu heyskap í aðrar sveitir

Sumarið aftur á móti má heita einstakt, það var sérlega gott og gras spratt sérlega vel. Uppskeran var í takt við veðurfarið, mjög góð.  Sigvaldi segir að þeir bændur sem lentu í hvað mestu kali hafi sótt heyskap lengra til, út í Jökulsárhlíð og jafnvel austur á Hérað. Þeir sem lengst sóttu stóðu í miklum heyflutningum með tilheyrandi kostnaði. Þeir sem mest hafi flutt heim á hlað óku hátt í tvö þúsund kílómetra fram og til baka með hey á flutningabílum. „En það gildir bara gamla orðtækið; að duga eða drepast, og auðvitað deyjum við ekki ráðalausir, Jökuldælingar,“ segir Sigvaldi.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...