Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
„Það gildir bara gamla orðtækið; að duga eða drepast, og auðvitað deyjum við ekki ráðalausir, Jökuldælingar,“ segir Sigvaldi H. Ragnarsson, bóndi á Hákonarstöðum í Jökuldal, en ríflega helmingur túna hans var kalinn á liðnu vori.
„Það gildir bara gamla orðtækið; að duga eða drepast, og auðvitað deyjum við ekki ráðalausir, Jökuldælingar,“ segir Sigvaldi H. Ragnarsson, bóndi á Hákonarstöðum í Jökuldal, en ríflega helmingur túna hans var kalinn á liðnu vori.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 30. september 2014

Bændur í Jökuldal vel birgir af heyi eftir einstakt sumar

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Heyskapur gekk mjög vel í sumar og mun betur en nokkur maður þorði að vona í vor,“ segir Sigvaldi H. Ragnarsson, bóndi á Hákonarstöðum í Jökuldal.

Annað árið í röð var þó nokkurt kal á túnum nokkurra bæja á Jökuldal. Útlitið var því ekki gott en annað kom á daginn, einstaklega gott sumar með góðri grastíð gerði það að verkum að heyfengur er með meira móti og fara Jökuldælingar líkt og aðrir bændur á austanverðu landinu því með góðar birgðir inn í komandi vetur.

Leit ekki vel út í vor

Sigvaldi segir að tún við Hákonarstaði hafi verið metin á liðnu vori og reyndist kal þá vera á 50 til 60% túna á jörðinni. Þar sem mest var fór hlutfallið upp í um 80%. „Bændur voru því ekki sérlega bjarsýnir í vor, en þetta er annað árið í röð sem við búum við þetta ástand, að stór hluti túna hefur kalið,“ segir hann. Klaki var yfir túnum í hluta Jökuldals stóran part síðasta vetrar, eða frá því fyrir áramót og langt fram í mars. Kal var bundið við nokkra bæi að sögn Sigvalda, þá sem standa fremur hátt og lentu inni í veðurskilum þar sem ýmist snjóaði, rigndi eða krapaði. Á þeim svæðum hefði svell verið yfir jörðu lengi með þeim afleiðingum að tún voru kalin á stórum parti í vor. „Það fóru nokkrir bæir hér um slóðir illa út úr þessu árferði og því var útlitið langt í frá gott,“ segir Sigvaldi sem er þakklátur góðu sumri og góðum heyfeng.

Sóttu heyskap í aðrar sveitir

Sumarið aftur á móti má heita einstakt, það var sérlega gott og gras spratt sérlega vel. Uppskeran var í takt við veðurfarið, mjög góð.  Sigvaldi segir að þeir bændur sem lentu í hvað mestu kali hafi sótt heyskap lengra til, út í Jökulsárhlíð og jafnvel austur á Hérað. Þeir sem lengst sóttu stóðu í miklum heyflutningum með tilheyrandi kostnaði. Þeir sem mest hafi flutt heim á hlað óku hátt í tvö þúsund kílómetra fram og til baka með hey á flutningabílum. „En það gildir bara gamla orðtækið; að duga eða drepast, og auðvitað deyjum við ekki ráðalausir, Jökuldælingar,“ segir Sigvaldi.

Færri útflutt hross
Fréttir 7. janúar 2025

Færri útflutt hross

Útflutningur íslenskra hrossa árið 2024 verður minni en í fyrra.

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt
Fréttir 7. janúar 2025

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt

Ákveðið hefur verið að flytja meðferðarheimilið Lækjarbakka í Gunnarsholt á Rang...

Smáforrit til að panta sæðingar
Fréttir 6. janúar 2025

Smáforrit til að panta sæðingar

Smáforritið Fang, sem er notað fyrir pantanir á sæðingum og skráningar fyrir frj...

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins
Fréttir 6. janúar 2025

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins

Haukur Bjarnason, bóndi á hrossaræktarbúinu Skáney í Reykholtsdal, er nýr formað...

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti
Fréttir 6. janúar 2025

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti

Gagnkvæm viðurkenning er nú á landfræðilegum afurðaheitum Íslands og Bretlands o...

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...