Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Bændur skrái ágang álfta og gæsa
Fréttir 5. júní 2014

Bændur skrái ágang álfta og gæsa

Bændasamtök Íslands hafa unnið að undanförnu að verkefni í tengslum við skrásetja ágang og tjón af völdum álfta og gæsa á ræktunarlandi bænda. Eru bændur hvattir til að nýta sér rafrænt skráningarkerfi sem verið gangsett verður á næstu dögum.

Markmið með verkefninu er að kanna með skipulögðum hætti ágang og hvaða tjóni álftir og gæsir valda á ræktunarlandi bænda, svo hægt sé að leggja mat á tjónið eftir einstökum jörðum, svæðum og landinu öllu.
Jafnframt verður aflað upplýsinga um þær forvarnir sem bændur hafa notað til að koma í veg fyrir tjón af ágangi álfta og gæsa í ræktunarlöndum sínum.

Þetta verkefni er unnið í samvinnu við umhverfisráðuneytið og fleiri aðila. Hér er um þýðingarmikið hagsmunamál fyrir bændur að ræða og því skiptir sköpum að þátttaka þeirra í verkefninu verði almenn.
Útbúið verður skráningarform fyrir bændur í Bændatorginu (www.torg.bondi.is) þar sem upplýsingar eru skráðar með stöðluðum og samræmdum hætti. Þetta verður með svipuðu sniði og bændur hafa skráð inn um rafrænar umsóknir um jarðræktarstyrki í nokkur ár með góðum árangri.

„Það er mikilvægt að hvetja bændur til að skrá allan ágang og tjón af völdum álfta og gæsa þannig að heildarmynd fáist yfir allt landið,“ segir Jón Baldur Lorange, verkefnisstjóri í tölvudeild BÍ.  „Rafræna skráningarformið verður gert aðgengilegt á næstu dögum í Bændatorginu, en hugbúnaðarþróun sér tölvudeild Bændasamtakanna um. Upplýsingunum verður safnað saman í gagnagrunn í umsjón Bændasamtaka Íslands.“

Jón Baldur segir að aðeins verði tekið við skráningu á ágangi og tjóni á jörðum þar sem landbúnaður er stundaður í þeim mæli sem talist getur búrekstur eða þáttur í búrekstri. Þá verður líka aðeins tekið við skráningu á ágangi og tjóni fyrir spildur sem eru skráðar í JÖRÐ.IS og til er stafrænt túnakort af inn í túnkortagrunni Bændasamtaka Íslands með reiknaðri stærð í hekturum.

Rafræna skráningarformið verður útbúið með þeim hætti að valin er spilda eða spildur sem upplýsingar um tjón skal skrá fyrir.

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...