Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Bærinn okkar Barkarstaðir og Torfustaðir
Bóndinn 9. október 2014

Bærinn okkar Barkarstaðir og Torfustaðir

Víðir Már Gíslason og Linda Carlsson byrjuðu búskap sinn árið 2009 á jörðinni Barkarstöðum í Svartárdal. Voru þá á bænum 250 fjár og um 11 hross.

Þau hafa fjölgað fénu jafnt og þétt og stefna á að vera með um 550 fjár í vetur. Þá munu þau taka nýinnréttuð fjárhús í notkun á Torfustöðum.

Býli:  Barkarstaðir og Torfustaðir.

Staðsett í sveit: Svartárdal, Austur-Húnavatnssýsla.

Ábúendur: Víðir Már Gíslason og Linda Carlsson.

Fjölskyldustærð (og gæludýra):
Við sjálf og synir okkar, Óliver Már 2005, Elías Már 2007 og Viktor Már 2010. Auk þess búa Mollý og Hera, hundarnir á bænum, og kettirnir Snar og Snöggur.

Stærð jarðar? Barkarstaðir 600 ha, Torfustaðir 350 ha.

Gerð bús? Sauðfjárbú.

Fjöldi búfjár og tegundir? Um 500 fjár, 40 hross og 10 hænur.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
Á virkum dögum vinnur Víðir utan heimilis og strákarnir fara í skólann/leikskóla á Húnavallaskóla. Heima við fer það algerlega eftir árstíma, en undanfarið hefur þónokkur tími farið í girðingarvinnu og smalamennsku.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegast er sauðburður og þegar féð er tekið á hús á haustin. Leiðinlegast er að skafa grindur og þrífa fjárhúsin eftir sauðburð.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Góðan, vonandi fjölgun fjárstofns.

Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Eru þau ekki bara í ágætis málum?

Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Við erum bjartsýn fyrir hönd íslensks landbúnaðar, í honum felast ótal tækifæri.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Lambakjöt.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Ostur, egg og pepperoni.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambahryggurinn með tilheyrandi er alltaf góður þótt strákunum finnist steiktur fiskur bestur.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar við keyptum jörðina um síðustu áramót og þegar við fengum nýja brú yfir Svartá í nóvember 2012.

7 myndir:

Færri útflutt hross
Fréttir 7. janúar 2025

Færri útflutt hross

Útflutningur íslenskra hrossa árið 2024 verður minni en í fyrra.

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt
Fréttir 7. janúar 2025

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt

Ákveðið hefur verið að flytja meðferðarheimilið Lækjarbakka í Gunnarsholt á Rang...

Smáforrit til að panta sæðingar
Fréttir 6. janúar 2025

Smáforrit til að panta sæðingar

Smáforritið Fang, sem er notað fyrir pantanir á sæðingum og skráningar fyrir frj...

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins
Fréttir 6. janúar 2025

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins

Haukur Bjarnason, bóndi á hrossaræktarbúinu Skáney í Reykholtsdal, er nýr formað...

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti
Fréttir 6. janúar 2025

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti

Gagnkvæm viðurkenning er nú á landfræðilegum afurðaheitum Íslands og Bretlands o...

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...