Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Bærinn okkar Gunnarsstaðir
Bóndinn 17. júlí 2014

Bærinn okkar Gunnarsstaðir

Núverandi ábúendur á Gunnarsstöðum eru síðan 2009 Axel Jóhannesson og Valgerður Friðriksdóttir ásamt börnum og síðan 2013 Júlíus Þröstur Sigurbjartsson og Sigríður Jóhannesdóttir ásamt börnum. Núverandi fyrirkomulag á búrekstrinum er síðan 1. janúar 2013. Er þetta fimmti ættliðurinn sem býr á jörðinni en það var árið 1888 sem forfeður ábúenda hófu búskap á Gunnarsstöðum.

Býli: Gunnarsstaðir.

Staðsett í sveit: Í botni Þistilfjarðar í Svalbarðshreppi.

Ábúendur: Á Gunnarsstöðum er rekið fjölskyldubú. Jóhannes Sigfússon og Fjóla Runólfsdóttir búa á jörðinni en hafa dregið sig út úr búskapnum síðustu ár. Við búrekstrinum hafa tekið tvær fjölskyldur, börn Jóhannesar Axel og Sigríður ásamt fjölskyldum sínum.

Fjölskyldustærð (og gæludýr): Axel Jóhannesson og Valgerður Friðriksdóttir ásamt þremur börnum, Friðrik Ágúst 16 ára, Ómari Val 11 ára og Ragnari Geir 3 ára. Einnig á Axel tvær dætur fyrir, Andreu Birtu og Berghildi Ýr, en þær eru búsettar í Reykjavík.

Júlíus Sigurbjartsson og Sigríður Jóhannesdóttir ásamt 3 börnum, Berghildi Ösp 10 ára, Ásgerði Ólöfu 7 ára og Dagbjörtu Laufeyju 2 ára.

Stærð jarðar: Ræktað land er rúmlega 120 ha. Heildar stærð jarðarinnar um 2.400 ha.

Gerð bús: Sauðfjárbú.

Fjöldi búfjár og tegundir: Um 1200 fjár, 14 hross, tveir hundar, einn köttur, endur og hænur.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Það er gengið til verka hver svo sem þau eru en það fer eftir árstíma. Á bænum eru tvenn fjárhús og skipta Axel og Júlíus með sér gegningum í þeim. Inni á milli koma svo tarnir eftir árstímum. Sigríður og Valgerður vinna utan bús.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegustu búverkin eru sauðburðarstörf á góðu vori, heyskapur í góðri tíð, göngur í góðra vina hópi. Leiðinlegustu verkin er þegar illa gengur t.d. vegna bilana og tíðarfars.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipuðu sniði og í dag.

Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Félagsmálin skipta miklu máli fyrir bændur og það þarf að sinna þeim vel. Félagskerfi bænda er flókið og þyrfti að einfalda það til muna.

Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Við teljum að íslenskur landbúnaður muni blómstra í framtíðinni. Í honum felast ótal tækifæri, það er bara spurning um að nýta þau vel. Fyrir íslenskan landbúnað er mikilvægt að tryggja nýliðun til að tryggja framtíð hans.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Stefna á smáa en dýra markaði, markaði sem íslenskur landbúnaður ræður við.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, egg, smjör, skyr og ostar.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambakjöt og heimareykt hangikjöt.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Smalamennskur síðastliðið haust voru nokkuð eftirminnilegar. Fyrstu göngur voru farnar í góðu veðri, einmuna hitagöngur en þær seinni voru snjósleðagöngur.

5 myndir:

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...