Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Baunir framtíðarinnar
Fréttir 4. maí 2015

Baunir framtíðarinnar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nærri 400 milljónir manna reyða sig á baunir sem hluta af daglegri fæðu sinni. Árið 2050 gæti ræktun bauna í heiminum hafa dregist saman um 50% aukist lofthiti sem sama hraða og spár gera ráð fyrir.

Árið 2012 hóf stofnunin Consultative Group for International Agricultural Research (CGIAR) í Eþíópíu rannsóknir á ríflega þúsund mismunandi tegundum af baunum.

Tilgangur rannsóknanna var að finna hita- og þurrkþolnustu baunirnar og baunir sem hægt væri að rækta á svæðum þar sem hlýnun jarðar gerði ræktun ýmissa algengra baunategunda í dag ómögulega.

Baunir eru upprunnar í fjalllendi Mið- og Suður Ameríku og þrátt fyrir langaræktunarsögu þrífast þær illa fari loft hiti yfir ákveðin mörk auk þess sem þær þurfa mikið vatn. Umrædd rannsókn fór fram í Kólumbíu, bæði utandyra og í gróðurhúsum. Rannsóknin leiddi þess að 30 tegundir af baunum voru valdar til áframræktunar.

Spár gera ráð fyrir að ræktun bauna sem algengar eru í dag geti dregist saman um 50% fyrir árið 2050 í Suður Ameríku og Afríku þar sem neysla þeirra er almennust vegna hækkunar lofthita. Talið er að baunirnar sem valdar voru til áfram ræktunar lofi góðu fyrir fjölda svæða í Afríku þar sem matarskortur er ríkjandi í dag.

Aðstandendur rannsóknanna segjast vilja koma í veg fyrir að fjölþjóðleg fyrirtæki nái yfirráðum yfir baununum og vonast til að geta selt smábændum í Afríku og Suður Ameríku baunir í litlum einingum sem þeir hafa á að kaupa en ekki í 50 kílóa sekkjum sem eru langt utan við kaupgetu þeirra.

Eftir að bændurnir hefja ræktun baunanna eiga þeir svo að hafa leyfi til að safnað fræjum og sá þeim á næsta ræktunartímabil en ekki að þurfa að kaupa þau aftur vegna einkaleyfa ákvæða.

Skylt efni: Baunir | hlýnun jarðar

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...