Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Baunir framtíðarinnar
Fréttir 4. maí 2015

Baunir framtíðarinnar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nærri 400 milljónir manna reyða sig á baunir sem hluta af daglegri fæðu sinni. Árið 2050 gæti ræktun bauna í heiminum hafa dregist saman um 50% aukist lofthiti sem sama hraða og spár gera ráð fyrir.

Árið 2012 hóf stofnunin Consultative Group for International Agricultural Research (CGIAR) í Eþíópíu rannsóknir á ríflega þúsund mismunandi tegundum af baunum.

Tilgangur rannsóknanna var að finna hita- og þurrkþolnustu baunirnar og baunir sem hægt væri að rækta á svæðum þar sem hlýnun jarðar gerði ræktun ýmissa algengra baunategunda í dag ómögulega.

Baunir eru upprunnar í fjalllendi Mið- og Suður Ameríku og þrátt fyrir langaræktunarsögu þrífast þær illa fari loft hiti yfir ákveðin mörk auk þess sem þær þurfa mikið vatn. Umrædd rannsókn fór fram í Kólumbíu, bæði utandyra og í gróðurhúsum. Rannsóknin leiddi þess að 30 tegundir af baunum voru valdar til áframræktunar.

Spár gera ráð fyrir að ræktun bauna sem algengar eru í dag geti dregist saman um 50% fyrir árið 2050 í Suður Ameríku og Afríku þar sem neysla þeirra er almennust vegna hækkunar lofthita. Talið er að baunirnar sem valdar voru til áfram ræktunar lofi góðu fyrir fjölda svæða í Afríku þar sem matarskortur er ríkjandi í dag.

Aðstandendur rannsóknanna segjast vilja koma í veg fyrir að fjölþjóðleg fyrirtæki nái yfirráðum yfir baununum og vonast til að geta selt smábændum í Afríku og Suður Ameríku baunir í litlum einingum sem þeir hafa á að kaupa en ekki í 50 kílóa sekkjum sem eru langt utan við kaupgetu þeirra.

Eftir að bændurnir hefja ræktun baunanna eiga þeir svo að hafa leyfi til að safnað fræjum og sá þeim á næsta ræktunartímabil en ekki að þurfa að kaupa þau aftur vegna einkaleyfa ákvæða.

Skylt efni: Baunir | hlýnun jarðar

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...