Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Beiðni kúabænda hafnað
Fréttir 17. júlí 2014

Beiðni kúabænda hafnað

Höfundur: Vilmundur Hansen

Landssamband kúabænda sótti fyrir allnokkru um heimild til innflutnings sæði úr holdanautum á fimm eða sex kúabú og að ráðherra nýtti undanþáguheimild í lögum um innflutning á dýrum svo að slíkt yrði mögulegt.
Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráð­herra, sagði í stuttu samtali við Bændablaðið að það þyrfti lagabreytingu til að flytja inn erfðaefni úr nautgripum og nota það til sæðingar á búum sem ekki væri skilgreind sem sóttvarnarbú.

„Allar líkur benda til þess að það þurfi lagabreytingu til að innflutningur á sæði úr norskum nautum geti hafist til landsins. Ráðuneytið er búið að senda Landssambandi kúabænda bréf vegna fyrirspurnar þess um tilhögun þessa máls.“

Lagabreyting nauðsynleg

Núgildandi lög gera ráð fyrir að ekki megi flytja inn erfðaefni úr nautgripum án þess að sæðing kúa fari fram í sóttkví og kálfar undan þeim séu einnig aldir í sóttkví.

Sigurður segir að hugsanlega væri hægt að flytja inn sæði á bú í dag sem búið væri að skilgreina sérstaklega sem einangrunarbú í tiltekin tíma og að viðhöfðum sérstökum skilyrðum. „Gallinn við þá tilhögun er að erfðaefnið væri bundið við það bú og þannig breytir það í raun litlu. Ég mun því leggja fram breytinga við núgildandi reglur í haust.“

Vonbrigði með svar ráðherra

Sigurður Loftsson, formaður Landssambands kúabænda, segir að því miður hafi ráðherra hafnað beiðni landssambandsins á grundvelli álits frá yfirdýralækni.

„Túlkun yfirdýralæknis á lögum um innflutning á dýrum kemur okkur töluvert á óvart. Við teljum að með því að leyfa innflutninginn fengjum við inn á ákveðin bú sæði sem gæfi af sér kvígur og naut. Kvígurnar hefðu getað verið áfram á viðkomandi búi til að styrkja erfðastöðu stofnsins þar og einhverjir af tuddunum gætu verið notaðir til undaneldis á sama búi.
Ég skil vel að ekki megi flytja gripi milli búa mér finnst skrýtið að lögin séu túlkuð þannig að ekki megi flytja gripi sem fæðast af þessu erfðaefni í sláturhús og selja á markaði. Ég hef ekki séð neitt sem bendir til því fylgi nein áhætta.
Svar ráðherra er okkur því gríðarleg vonbrigði og við munum áfram vinna að því að þessu lögum verði breytt.“

Langur aðdragandi

Sigurður segir Landssambandið hafa lagt mikla vinnu í undanþágubeiðnina og að unnið hafi verið áhættumat af hálfu tveggja aðskilinna aðila sem tengjast innflutningnum.

„Ráðuneytið lét Matvælastofnun framkvæma mat og við fengum viðurkennda norska stofnun til að gera annað. Niðurstaða beggja var að sýkingarhættan sem felst í því að flytja sæðið beint inn á bú sé hverfandi eða lítil hvað varðar fjölda sjúkdóma.
Við höfðum talsverðar væntingar til þess að undanþáguheimildin í lögunum yrði nýtt og að við gætum flutt inn sæðið í sumar þar sem svarið er neikvætt verður næsta skref hjá okkur að fara yfir stöðuna aftur.
Ég skynja ákveðinn vilja innan ráðuneytisins til að innflutningurinn verði leyfður og að ráðherra ætli að leggja fram tillögu að lagabreytingu í haust, sem er í sjálfu sér gott verði það samþykkt. Slíkt þýðir aftur á móti að við getum ekki hafið innflutning á sæði á þessu ári og að hér fæðast engir kálfar af því fyrr en 2016. Eins og ástandið er á nautakjötsmarkaði í dag vinna allar tafir gegn okkur,“ segir Sigurður Loftsson, formaður Landssambands kúabænda.

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...