Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Guðmundur Jóhannsson með nýju hrútaskrána, sem var að koma út í 2.800 eintökum og er alltaf jafn vinsæl.
Guðmundur Jóhannsson með nýju hrútaskrána, sem var að koma út í 2.800 eintökum og er alltaf jafn vinsæl.
Mynd / MHH
Fréttir 8. desember 2014

Bestu og flottustur hrútar landsins

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
„Nýja hrútaskráin rýkur út enda allir mjög spenntir að sjá hvaða hrúta við kynnum núna og verða á Sauðfjársæðingastöð Suðurlands og Vesturlands yfir fengitímann,“ segir Guðmundur Jóhannsson, ráðunautur og ritstjóri Hrútaskrárinnar 2014–2015, sem er nýlega komin út. 
 
Hann hefur verið ritstjóri í þau sautján ár, sem skráin hefur komið út. Í skránni eru upplýsingar um tæplega fimmtíu bestu hrúta landsins en um helmingur þeirra eru nýir á stöðvunum. Afgreiðsla á fersku svæði á báðum stöðunum hefst 1. desember. Sæðisskammturinn í eina á kostar 720 krónur. 
 
Forystuhrútur og ferhyrndur hrútur
 
Nú geta sauðfjár­bændur pantað sæði úr forystuhrútnum Ama frá Sigtúnum í Öxarfirði. „Ami er há- og grannvaxinn, reistur og léttbyggður svo sem forystufé ber að vera. Hann er stóreygður og hefur til að bera mikla árvekni, örar hreyfingar og ekki spillir höfðing­legt fasið og yfirbragðið.  Hann er þægur í rekstri og ljúfur við fólk en á það til að amast við öðru fé og dregur nafn sitt af því. Ami ku vera vanafastur með afbrigðum svo sem títt er um forustufé,“ segir í Hrútaskránni. Þá verður líka hægt að fá sæði úr ferhyrndum hrúti en sá heitir Höfði frá Mörtungu 2 á Síðu.  Höfði var fengin á stöðvarnar til að gefa fleiri bændum tækifæri til að eignast ferhyrndar kindur svo varðveita megi þennan eiginleika í sauðfjárstofninum en nokkur ár eru síðan slíkur hrútur var síðast á sæðingastöð.

4 myndir:

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...