Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Guðmundur Jóhannsson með nýju hrútaskrána, sem var að koma út í 2.800 eintökum og er alltaf jafn vinsæl.
Guðmundur Jóhannsson með nýju hrútaskrána, sem var að koma út í 2.800 eintökum og er alltaf jafn vinsæl.
Mynd / MHH
Fréttir 8. desember 2014

Bestu og flottustur hrútar landsins

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
„Nýja hrútaskráin rýkur út enda allir mjög spenntir að sjá hvaða hrúta við kynnum núna og verða á Sauðfjársæðingastöð Suðurlands og Vesturlands yfir fengitímann,“ segir Guðmundur Jóhannsson, ráðunautur og ritstjóri Hrútaskrárinnar 2014–2015, sem er nýlega komin út. 
 
Hann hefur verið ritstjóri í þau sautján ár, sem skráin hefur komið út. Í skránni eru upplýsingar um tæplega fimmtíu bestu hrúta landsins en um helmingur þeirra eru nýir á stöðvunum. Afgreiðsla á fersku svæði á báðum stöðunum hefst 1. desember. Sæðisskammturinn í eina á kostar 720 krónur. 
 
Forystuhrútur og ferhyrndur hrútur
 
Nú geta sauðfjár­bændur pantað sæði úr forystuhrútnum Ama frá Sigtúnum í Öxarfirði. „Ami er há- og grannvaxinn, reistur og léttbyggður svo sem forystufé ber að vera. Hann er stóreygður og hefur til að bera mikla árvekni, örar hreyfingar og ekki spillir höfðing­legt fasið og yfirbragðið.  Hann er þægur í rekstri og ljúfur við fólk en á það til að amast við öðru fé og dregur nafn sitt af því. Ami ku vera vanafastur með afbrigðum svo sem títt er um forustufé,“ segir í Hrútaskránni. Þá verður líka hægt að fá sæði úr ferhyrndum hrúti en sá heitir Höfði frá Mörtungu 2 á Síðu.  Höfði var fengin á stöðvarnar til að gefa fleiri bændum tækifæri til að eignast ferhyrndar kindur svo varðveita megi þennan eiginleika í sauðfjárstofninum en nokkur ár eru síðan slíkur hrútur var síðast á sæðingastöð.

4 myndir:

Færri útflutt hross
Fréttir 7. janúar 2025

Færri útflutt hross

Útflutningur íslenskra hrossa árið 2024 verður minni en í fyrra.

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt
Fréttir 7. janúar 2025

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt

Ákveðið hefur verið að flytja meðferðarheimilið Lækjarbakka í Gunnarsholt á Rang...

Smáforrit til að panta sæðingar
Fréttir 6. janúar 2025

Smáforrit til að panta sæðingar

Smáforritið Fang, sem er notað fyrir pantanir á sæðingum og skráningar fyrir frj...

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins
Fréttir 6. janúar 2025

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins

Haukur Bjarnason, bóndi á hrossaræktarbúinu Skáney í Reykholtsdal, er nýr formað...

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti
Fréttir 6. janúar 2025

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti

Gagnkvæm viðurkenning er nú á landfræðilegum afurðaheitum Íslands og Bretlands o...

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...