Bíræfnir sauða- og vélaþjófar
Árið 2013 jukust skráðir glæpir á landsbyggðinni á Bretlandseyjum um 5,2% . Mest var aukningin í þjófnaði á sauðfé og dýrum landbúnaðartækjum. Sauðaþjófar voru bíræfnari á síðasta ári en áður og stálu allt að 150 kindum í einu.
Þjófar hafa einnig sýnt dýrum landbúnaðartækjum meiri áhuga en áður. Þrátt fyrir að fjöldi stolinna tækja hafi minnkað voru tækin sem stolið var dýrari. Yfirvöld löggæslumála segja að sum tækin hverfi hreinlega af yfirborðinu og eru ekki í vafa um að þau séu flutt úr landi af skipulögðum glæpasamtökum.
Auk búfjár og landbúnaðartækja var talsvert af áburði og skordýraeitri stolið á Bretlandseyjum á síðasta ári.