Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Bíræfnir sauða- og vélaþjófar
Fréttir 11. ágúst 2014

Bíræfnir sauða- og vélaþjófar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Árið 2013 jukust skráðir glæpir á landsbyggðinni á Bretlandseyjum um 5,2% . Mest var aukningin í þjófnaði á sauðfé og dýrum landbúnaðartækjum.  Sauðaþjófar voru bíræfnari á síðasta ári en áður og stálu allt að 150 kindum í einu.

Þjófar hafa einnig sýnt dýrum landbúnaðartækjum meiri áhuga en áður. Þrátt fyrir að fjöldi stolinna tækja hafi minnkað voru tækin sem stolið var dýrari. Yfirvöld löggæslumála segja að sum tækin hverfi hreinlega af yfirborðinu og eru ekki í vafa um að þau séu flutt úr landi af skipulögðum glæpasamtökum.

Auk búfjár og landbúnaðartækja var talsvert af áburði og skordýraeitri stolið á Bretlandseyjum á síðasta ári.

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...