Bjargráðsjóður bætir kaltjón
Sigurgeir Hreinsson, stjórnarformaður Bjargráðasjóðs, segir að sjóðurinn hafi fram til þessa ekki fengið miklar upplýsingar um kaltjón.
„Við vitum það samt að það er kal víða um land en það er ekki í mörgum sveitum sem það er umtalsvert. Við vitum þó að það er talsvert í austanverðum Skagafirði. Það hefur kalið í mörgum sýslum, á Suðurlandi, á Snæfellsnesi, í Húnavatnssýslum og víðar. Þetta eru yfirleitt frekar fáir bæir en þar sem er kalið er tjónið sums staðar talsvert mikið.“
Sigurgeir segir að miðað við þær upplýsingar sem fram séu komnar reikni hann ekki með því að sérstaka fjárveitingu þurfi til að bregðast við. „Sjóðurinn ræður við að greiða einhverjar bætur sjálfur án aðstoðar.“ Sigurgeir hvetur bændur til að láta ráðunauta taka út kaltjón, en slíkar úttektir eru skilyrði fyrir bótum úr sjóðnum.