Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Sigurgeir Hreinsson, stjórnarformaður Bjargráðasjóðs
Sigurgeir Hreinsson, stjórnarformaður Bjargráðasjóðs
Fréttir 19. júní 2014

Bjargráðsjóður bætir kaltjón

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Sigurgeir Hreinsson, stjórnar­formaður Bjargráðasjóðs, segir að sjóðurinn hafi fram til þessa ekki fengið miklar upplýsingar um kaltjón.

„Við vitum það samt að það er kal víða um land en það er ekki í mörgum sveitum sem það er umtalsvert. Við vitum þó að það er talsvert í austanverðum Skagafirði. Það hefur kalið í mörgum sýslum, á Suðurlandi, á Snæfellsnesi, í Húnavatnssýslum og víðar. Þetta eru yfirleitt frekar fáir bæir en þar sem er kalið er tjónið sums staðar talsvert mikið.“

Sigurgeir segir að miðað við þær upplýsingar sem fram séu komnar reikni hann ekki með því að sérstaka fjárveitingu þurfi til að bregðast við. „Sjóðurinn ræður við að greiða einhverjar bætur sjálfur án aðstoðar.“ Sigurgeir hvetur bændur til að láta ráðunauta taka út kaltjón, en slíkar úttektir eru skilyrði fyrir bótum úr sjóðnum. 

Færri útflutt hross
Fréttir 7. janúar 2025

Færri útflutt hross

Útflutningur íslenskra hrossa árið 2024 verður minni en í fyrra.

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt
Fréttir 7. janúar 2025

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt

Ákveðið hefur verið að flytja meðferðarheimilið Lækjarbakka í Gunnarsholt á Rang...

Smáforrit til að panta sæðingar
Fréttir 6. janúar 2025

Smáforrit til að panta sæðingar

Smáforritið Fang, sem er notað fyrir pantanir á sæðingum og skráningar fyrir frj...

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins
Fréttir 6. janúar 2025

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins

Haukur Bjarnason, bóndi á hrossaræktarbúinu Skáney í Reykholtsdal, er nýr formað...

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti
Fréttir 6. janúar 2025

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti

Gagnkvæm viðurkenning er nú á landfræðilegum afurðaheitum Íslands og Bretlands o...

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...