Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Bjóða vetur konung velkominn með hrútaþukli í 101 Reykjavík
Fréttir 22. október 2014

Bjóða vetur konung velkominn með hrútaþukli í 101 Reykjavík

Höfundur: EHG

Laugardaginn 25. október, fyrsta vetrardag, verður kjötsúpudagurinn á Skólavörðustíg haldinn hátíðlegur, tólfta árið í röð. Dagskrá hefst klukkan 14:00 með því að föngum í Hegningarhúsinu verður færð rjúkandi góð kjötsúpa. Strax í kjölfarið gefst almenningi kostur á að gæða sér á rjúkandi heitri súpu á nokkrum stöðum í götunni.

Að loknu súpusmakki, kl. 16:15, verður hrútaþukl á KEX Hostel við Skúlagötu. Hrútaþukl er keppni þar sem menn spreyta sig á að dæma hrúta og meta hvernig þeir henta til kynbóta.  Þjóðþekktir einstaklingar munu taka þátt og mun hæfasti þuklarinn hljóta vegleg verðlaun.

Böðvar E. Guðjónsson, framkvæmdastjóri KEXLAND, segir að mikil tilhlökkun ríki í sínum herbúðum fyrir laugardeginum;

„KEX hefur verið í góðu samstarfi við Landssamtök Sauðfjárbænda og hófst það með rúningskeppni sem haldin var á KEX í vor og kallast Gullnu Klippurnar. Okkur í KEXLANDI þykir vænt um íslensku sauðkindina og viljum veg hennar sem mestan. Því kviknaði sú hugmynd að fá íslensku sauðkindina í 101 Reykjavík til að kynna borgarbörnum ágæti hennar, þ.e., ef þú kemst ekki í sveitina þá færum við sveitina til ykkar. Hrútaþuklið er eðlilegt framhald Gullnu Klippanna og einnig fannst okkur við hæfi að bjóða Vetur Konung velkominn með þessum viðburði. Hvað er meira íslenskt en hrútaþukl á KEX og ekki skemmir fyrir að við munum bjóða gestum og gangandi upp á ramm-íslenska kjötsúpu á meðan á viðburðinum stendur.“

Þekktir einstaklingar koma að dæma hrútana og einnig munu vanir dómarar taka þátt í þuklinu. Enn fremur mun kynnir lýsa því sem fram fer þannig að þetta er viðburður sem ekki einungis gleður heldur fræðir á sama tíma. Meðal dómara má nefna Guðmund Jörundsson fatahönnuð, Bjarna Snæðing og hjónin geðþekku Magna og Hugrúnu í KronKron.

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...