Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Frá síðasta aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda 30. mars síðastliðinn, þegar Oddný Steina Valsdóttir var kjörin formaður samtakanna.
Frá síðasta aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda 30. mars síðastliðinn, þegar Oddný Steina Valsdóttir var kjörin formaður samtakanna.
Mynd / HKr.
Fréttir 17. ágúst 2017

Boðað til auka aðalfundar hjá Landssamtökum sauðfjárbænda

Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, hefur sent út fundarboð um auka aðalfund í samtökunum sem haldinn verður 25. ágúst næstkomandi á Hótel Sögu.

Í fundarboðinu kemur fram að farið verði yfir tillögur að aðgerðum vegna erfiðrar stöðu í sauðfjárrækt.
 
„Mikilvægt er að senda inn við fyrsta tækifæri hvort boða þurfi varamenn ykkar fulltrúa, en fulltrúar aðalfundar 2017 teljast fulltrúar á auka aðalfundinum. Upplýsingar um þetta skulu sendar á netfangið: unnsteinn@bondi.is.
 
Búið er að taka frá þau herbergi sem eru laus á hótelinu. Fulltrúar þurfa sjálfir að sjá um að bóka gistingu. Í ljósi þess að fyrirvari fundarins er mjög stuttur er afar
takmarkað framboð af herbergjum,“ segir í fundarboðinu.
 
Fundurinn verður settur kl. 13:00 og lýkur með sameiginlegum kvöldverði klukkan 18:30. Nánari dagskrá verður send út síðar.
 
 
Fiskeldisskóli slær í gegn
Fréttir 26. ágúst 2024

Fiskeldisskóli slær í gegn

Fiskeldisskóli unga fólksins hefur víða verið vel sóttur í sumar.

Mesti vöxturinn í mjólkurframleiðslu
Fréttir 23. ágúst 2024

Mesti vöxturinn í mjólkurframleiðslu

Búist er við að neysla á landbúnaðarvörum á heimsvísu aukist um 13 prósent á næs...

Anton Kári sveitarstjóri er nýr formaður
Fréttir 23. ágúst 2024

Anton Kári sveitarstjóri er nýr formaður

Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, er nýr formaður stjórn...

Bændur í sólarselluverkefni
Fréttir 23. ágúst 2024

Bændur í sólarselluverkefni

Fyrirtækið Alor sérhæfir sig í orkulausnum, meðal annars innleiðingu á framleiðs...

Upplýsingavefur um líforkuver fyrir dýraleifar
Fréttir 22. ágúst 2024

Upplýsingavefur um líforkuver fyrir dýraleifar

Vefurinn Líforka.is var formlega opnaður fyrir skemmstu, sem er upplýsingavefur ...

Smalahundar etja kappi
Fréttir 22. ágúst 2024

Smalahundar etja kappi

Smalahundafélag Íslands stendur fyrir landskeppni smalahunda 24. og 25. ágúst næ...

Vindmyllur fá grænt ljós
Fréttir 22. ágúst 2024

Vindmyllur fá grænt ljós

Gefið hefur verið út virkjanaleyfi fyrir fyrsta íslenska vindorkuverið, Búrfells...

Frestun hrossaútflutnings
Fréttir 21. ágúst 2024

Frestun hrossaútflutnings

Reglubundin yfirhalning farmflugvélar er ástæða þess að engin hross hafa verið f...