Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Jón Guðmundsson hefur unnið gott starf síðustu 15 árin í þágu ávaxtatrjáa- og berjarunnaræktunar á Íslandi.
Jón Guðmundsson hefur unnið gott starf síðustu 15 árin í þágu ávaxtatrjáa- og berjarunnaræktunar á Íslandi.
Mynd / smh
Fréttir 2. júlí 2014

Bókin Aldingarðurinn komin út

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Þeir sem eitthvað hafa kynnt sér ræktun ávaxtatrjáa á Íslandi hin síðustu ár ættu að kannast við Jón Guðmundsson garðyrkjufræðing á Akranesi. Óhætt er að segja að hann sé frumkvöðull í þeirri ræktun hér á landi og hefur starf hans skilað mikilvægri þekkingu til almennings um hvaða ávaxtatré séu vænleg til að þroska aldin hér á landi. Fyrir tæpum hálfum mánuði var gefin út bók eftir Jón sem heitir Aldingarðurinn, en það er Sumarhúsið og garðurinn sem er útgefandi.

Líklegur efniviður prófaður

Viðfangsefni bókarinnar er ræktun ávaxtatrjáa og berjarunna á Íslandi og að sögn Jóns er efnið í raun samantekt á starfi hans og reynslu síðastliðin 15 ár, en bókin er búin að vera í um tvö ár í vinnslu. „Starfið hefur gengið útá það að fá líklegan efnivið erlendis frá og prófa við íslenskar aðstæður. Oft þarf að leita vel og víða bæði að upplýsingum og efnivið og skoða hvert yrki frá ýmsum hliðum áður en það er tekið í prófun. Bæði þarf yrkið að vera snemmþroska, harðgert og helst að það sé þolið gegn umhleypingum og óútreiknanlegu tíðarfari. Jón segir ekki ljóst hvort starf hans sé komið af frumbernsku-stigi, en ljóst sé að töluverð reynsla hafi safnast upp síðastliðin 10-15 ár. „Við búum eftir sem áður við frekar takmarkaðar aðstæður hér á suðvestur horninu. Við erum komin með reynslu úr sunnlensku rigningarsumri – eins og var í fyrra – og það af verra taginu.“

Í bókinni er lítillega farið yfir reynslu og sögu af ræktun á berjarunnum og ávaxtatrjám hér og erlendis. Leiðbeiningar fyrir almenning eru einfaldar og auðskyldar fyrir alla. Líka er góð lýsing á þeim yrkjum sem mest og best reynsla er komin af hér á landi. Bókin er áferðarfalleg og ríkulega myndskreytt. „Nánast allar myndir eru teknar hér á landi og við fengum einn besta teiknara sem völ er á til þess að teikna skýringarmyndir í bókina,“ segir Jón, en það var Jón Baldur Hlíðberg sem teiknaði 43 teikningar og skýringarmyndir fyrir útgáfuna – sem gefa efninu aukið vægi.

Eplatré í almenningsgarða

Mikill uppgangur hefur verið í ávaxtatrjáarækt á síðustu árum meðal almennings. Jón segist sjá það vel fyrir sér einnig að ávaxtatrjám fari fjölgandi í almenningsgörðum á næstu árum. „Ég hef aðeins komið að slíkum gróðursetningum með hvatafélaginu Á-vexti sem hefur verið að gefa tré í leikskóla og opinbera garða.“
Aldingarðurinn er er sjötta ritið í bókaflokknum Við ræktum sem Sumarhúsið og garðurinn gefur út. Í fyrri hluta bókarinnar fjallar Jón um sögu, ræktun og reynslu sína af 50 epla-, peru-, kirsuberja- og plómuyrkjum sem hann og aðrir hér á landi hafa fengið reynslu af. Í síðari hluta bókarinnar er fjallað um 71 yrki berjarunna sem gefa af sér æt ber og reynslu af þeim hér á landi.

4 myndir:

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...